1 00:00:00,000 --> 00:00:03,000 Við búum í litríkum heimi 2 00:00:03,000 --> 00:00:06,000 þótt það virðist ekki alltaf þannig. 3 00:00:06,000 --> 00:00:09,000 Ef þú heldur prisma upp að hvítu ljósi 4 00:00:09,000 --> 00:00:12,000 sérðu regnboga birtast. 5 00:00:12,000 --> 00:00:15,000 Vísindamenn geta lesið í þennan regnboga 6 00:00:15,000 --> 00:00:17,000 og komist að mörgu um eiginleika alheimsins. 7 00:00:19,000 --> 00:00:21,000 Geta Hubbles til að rannsaka liti 8 00:00:21,000 --> 00:00:24,000 býr að baki mörgum af hans mikilvægustu uppgötvunum. 9 00:00:42,000 --> 00:00:46,000 Hubblecast þáttur 59: Lesið í regnbogann 10 00:00:48,000 --> 00:00:52,000 Kynnir: Dr. J. einnig þekktur sem Dr. Joe Liske. 11 00:00:54,000 --> 00:00:57,000 Komið þið sæl og verið velkominn í Hubblecast. 12 00:00:57,000 --> 00:01:02,000 Hubble er frægur fyrir skarpar og nákvæmar myndir af himingeimnum 13 00:01:02,000 --> 00:01:06,000 en fyrir vísindamenn gegnir geimsjónaukinn öðru 14 00:01:06,000 --> 00:01:08,000 jafn mikilvægu hlutverki: 15 00:01:08,000 --> 00:01:12,000 Að lesa í ljósið og kanna litbrigði alheimsins. 16 00:01:15,000 --> 00:01:17,000 Á myndum Hubbles er aragrúi smáatriða. 17 00:01:17,000 --> 00:01:20,000 En ef þú skoðar tiltekinn blett á myndinni 18 00:01:20,000 --> 00:01:24,000 eru litaupplýsingarnar í raun fremur takmarkaðar. 19 00:01:24,000 --> 00:01:30,000 Myndavélar sjónaukans fanga aðeins birtu fáeinna lita. 20 00:01:31,000 --> 00:01:34,000 Þannig greina augu okkar líka liti. 21 00:01:35,000 --> 00:01:40,000 En til að lesa alla söguna verða vísindamenn að nota eitthvað eins og þetta prisma 22 00:01:40,000 --> 00:01:44,000 til að kljúfa ljósið og rannsaka birtu hvers litar 23 00:01:44,000 --> 00:01:46,000 í regnboganum í meiri smáatriðum. 24 00:01:46,000 --> 00:01:50,000 Segjum því bless við þessar fallegu myndir Hubbles... 25 00:01:50,000 --> 00:01:53,000 og hæ við... 26 00:01:55,000 --> 00:01:57,000 regnboga?! 27 00:01:59,000 --> 00:02:00,000 Tja... næstum því. 28 00:02:02,000 --> 00:02:08,000 Vísindamenn eru oft ekkert sérlega ljóðrænir svo þeir tala um litróf í stað regnboga. 29 00:02:08,000 --> 00:02:11,000 Og í stað þess að sýna fallega liti 30 00:02:11,000 --> 00:02:16,000 birta þeir mælingarnar sem gröf í vísindagreinunum sínum. 31 00:02:21,000 --> 00:02:25,000 Gröfin eru einfaldlega leið til að sýna birtu mismunandi lita 32 00:02:25,000 --> 00:02:28,000 í ljósi frá fyrirbæri. 33 00:02:30,000 --> 00:02:32,000 Sá litli munur sem er á ljósu og dökku 34 00:02:32,000 --> 00:02:35,000 getur geymt heilmiklar upplýsingar, 35 00:02:35,000 --> 00:02:39,000 þar á meðal um efnasamsetningu, hitastig, hreyfingu 36 00:02:39,000 --> 00:02:41,000 og fjarlægð fyrirbærisins. 37 00:02:45,000 --> 00:02:49,000 Um borð í Hubble eru nokkur mælitæki sem geta gert mælingar af þessu tagi. 38 00:02:49,000 --> 00:02:53,000 Þau virka á margan hátt eins og hátækniútgáfur af prisma 39 00:02:53,000 --> 00:02:56,000 nema þau virka jafnvel á daufustu vetrarbrautir 40 00:02:56,000 --> 00:02:59,000 og geta gert mjög nákvæmar mælingar á birtu. 41 00:03:01,000 --> 00:03:05,000 Þessar mælingar búa að baki mörgum áhugaverðustu uppgötvunum Hubbles, 42 00:03:05,000 --> 00:03:10,000 eins og greiningu á mismunandi gastegundum í lofthjúpum fjarreikistjarna. 43 00:03:11,000 --> 00:03:13,000 Þegar ljós stjörnu ferðast í gegnum lofthjúp fjarreikistjörnu 44 00:03:13,000 --> 00:03:19,000 stimplast ummerkin um efnin í lofthjúpnum í ljósinu 45 00:03:19,000 --> 00:03:21,000 sem dökkar línur í litrófinu. 46 00:03:23,000 --> 00:03:26,000 Þessar línur segja vísindamönnum nákvæmlega til um hvaða gastegundir 47 00:03:26,000 --> 00:03:28,000 eru í lofthjúpi reikistjörnunnar. 48 00:03:32,000 --> 00:03:35,000 Annað gott dæmi eru mælingar Hubbles á mjög fjarlægum vetrarbrautum 49 00:03:35,000 --> 00:03:38,000 sem sjást aðeins sem örsmáir blettir á ljósmyndum. 50 00:03:41,000 --> 00:03:43,000 Hér höfum við mynd frá Hubble 51 00:03:43,000 --> 00:03:46,000 sem geymir fjölda fyrirbæra með mismunandi birtustig 52 00:03:46,000 --> 00:03:47,000 og í mismikilli fjarlægð. 53 00:03:48,000 --> 00:03:50,000 En ef við skoðum þessa mynd hér, 54 00:03:50,000 --> 00:03:52,000 í vetrarbrautinni í miðjunni 55 00:03:52,000 --> 00:03:56,000 getur þú séð hvernig við bætum við litrófsupplýsingum. 56 00:03:57,000 --> 00:04:00,000 Þetta er litmynd en það sem við gerum er 57 00:04:00,000 --> 00:04:03,000 að tvístra ljósinu frá öllum fyrirbærum í sviðinu í litróf 58 00:04:03,000 --> 00:04:06,000 sem hér sjást í hvítum lit. 59 00:04:06,000 --> 00:04:12,000 Svo í tilviki þessa fyrirbæris hér, sjáum við litrófið dreift út til annarar hliðarinnar 60 00:04:12,000 --> 00:04:15,000 og út frá dreifingu ljóssins í þessu litrófi 61 00:04:15,000 --> 00:04:18,000 getum við lært heilmargt um þessa vetrarbraut. 62 00:04:19,000 --> 00:04:24,000 Litróf fjarlægrar vetrarbrautar sýnir úr hvaða efnum hún er. 63 00:04:25,000 --> 00:04:28,000 Hvert efni hefur áhrif á eða gefur frá sér ljós á tiltekinn hátt 64 00:04:28,000 --> 00:04:34,000 og birtist sem röð af björtum eða dökkum línum í litrófinu sem ljóstrar upp um tilvist þess. 65 00:04:34,000 --> 00:04:40,000 Og með því að skoða hvernig þessar línur hliðrast í átt að rauð eða bláa endanum í litrófinu 66 00:04:40,000 --> 00:04:45,000 sér Hubble hvort þær eru að nálgast eða fjarlægast okkur. 67 00:04:46,000 --> 00:04:49,000 Í tilviki mjög fjarlægra fyrirbæra 68 00:04:49,000 --> 00:04:53,000 segir rauðvikið okkur til um hversu fjarlæg vetrarbrautin er. 69 00:04:56,000 --> 00:04:59,000 Litróf eru ekki eins milliliðalaus og aðlaðandi og ljósmyndir 70 00:04:59,000 --> 00:05:02,000 en eru nauðsynleg tól fyrir stjörnufræðinga 71 00:05:02,000 --> 00:05:05,000 til að opinbera leyndardóma alheimsins, 72 00:05:05,000 --> 00:05:10,000 staðreyndir sem ekki er hægt að sjá, jafnvel á skörpustu ljósmyndum. 73 00:05:11,000 --> 00:05:13,000 Þetta er Dr J sem kveður fyrir hönd Hubblecast. 74 00:05:14,000 --> 00:05:18,000 Enn einu sinni hefur náttúran komið okkur skemmtilega á óvart. 75 00:05:21,000 --> 00:05:24,000 Hubblecast er framleitt af ESA/Hubble í Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli í Þýskalandi. 76 00:05:24,000 --> 00:05:27,000 Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og Geimstofnunar Evrópu. 77 00:05:27,000 --> 00:05:30,000 www.spacetelescope.org 78 00:05:30,000 --> 00:05:33,000 Handrit: ESA/Hubble. Þýðing: Sævar Helgi Bragason