1 00:00:03,000 --> 00:00:04,000 Hubblessjónauki NASA og ESA hefur 2 00:00:04,000 --> 00:00:07,000 með hjálp stjörnuáhugamanns 3 00:00:07,000 --> 00:00:13,000 náð einni bestu mynd sem til er af Messier 106, 4 00:00:13,000 --> 00:00:17,000 glæsilegri þyrilvetrarbraut sem býr yfir mörgum leyndarmálum. 5 00:00:36,000 --> 00:00:39,000 Hubblecast þáttur 62: Leyndardómsfull þyrilvetrarbraut 6 00:00:40,000 --> 00:00:43,000 Í rétt rúmlega 20 milljón ljósára fjarlægð, 7 00:00:43,000 --> 00:00:46,000 nánast í nágrenni okkar í geimnum 8 00:00:46,000 --> 00:00:52,000 er Messier 106, ein bjartasta og nálægasta þyrilvetrarbrautin við Vetrarbrautina okkar. 9 00:00:52,000 --> 00:00:55,000 Þótt hún líti ekki út fyrir að vera sérstök 10 00:00:55,000 --> 00:00:58,000 hafa sum einkenni hennar valdið stjörnufræðingum heilabrotum um árabil. 11 00:01:00,000 --> 00:01:04,000 Í miðju Messier 106 er risasvarthol. 12 00:01:04,000 --> 00:01:07,000 Þótt það sama eigi við um flestar vetrarbrautir 13 00:01:07,000 --> 00:01:10,000 er þetta svarthol sérstaklega virkt og hungrað 14 00:01:10,000 --> 00:01:14,000 og gleypir sig í nærliggjandi efni með miklu offorsi. 15 00:01:20,000 --> 00:01:22,000 Botnlaus matarlyst þessa risasvarthols 16 00:01:22,000 --> 00:01:26,000 liggur að baki óvenjulegum eiginleikum vetrarbrautarinnar. 17 00:01:27,000 --> 00:01:31,000 Frá miðju Messier 106 virðist koma öflug geislun, 18 00:01:31,000 --> 00:01:34,000 nokkuð sem við sjáum ekki í Vetrarbrautinni okkar. 19 00:01:34,000 --> 00:01:38,000 Þessi geislun er af völdum mjög virks svarthols í miðju vetrarbrautarinnar 20 00:01:38,000 --> 00:01:41,000 sem sýgur í sig gas og ryk á ofsafenginn hátt. 21 00:01:41,000 --> 00:01:47,000 Við það hitnar efnið og gefur frá sér örbylgju- og röntgengeislun. 22 00:01:53,000 --> 00:01:57,000 Þessi útgeislun er samt ekki það forvitnilegasta við þyrilvetrarbrautina. 23 00:01:57,000 --> 00:02:02,000 Á myndinni sést annar leyndardómur vetrarbrautarinnar: 24 00:02:02,000 --> 00:02:06,000 Meðfram stjörnufylltu þyrilörmunum sínum tveimur 25 00:02:06,000 --> 00:02:10,000 virðist hún hafa tvo aðra arma úr glóandi heitu gasi. 26 00:02:15,000 --> 00:02:18,000 Þótt þessir draugalegu aukaarmar hafi þekkst um árabil 27 00:02:18,000 --> 00:02:24,000 voru stjörnufræðingar ekki vissir um hvernig þeir mynduðust — þar til nýlega. 28 00:02:26,000 --> 00:02:30,000 Enn og aftur er sökudólgurinn risasvartholið í Messier 106. 29 00:02:30,000 --> 00:02:34,000 Aukaarmarnir eru í raun gassvæði 30 00:02:34,000 --> 00:02:38,000 sem hafa hitnað upp í nokkrar milljónir gráða. 31 00:02:39,000 --> 00:02:42,000 Þegar efnið snýst og hitnar í miðju vetrarbrautarinnar 32 00:02:42,000 --> 00:02:47,000 myndar ólgukennd hreyfing þess efnisstróka sem skjótast út á við. 33 00:02:47,000 --> 00:02:51,000 Strókarnir sundra og hita allt gasið sem í vegi þeirra verður 34 00:02:51,000 --> 00:02:55,000 sem aftur örvar þéttara gas í átt að miðju vetrarbrautarinnar. 35 00:02:55,000 --> 00:03:00,000 Þetta gas er bundið þétt saman og helst því nokkurn vegin beint. 36 00:03:00,000 --> 00:03:05,000 Aftur á móti fýkur lausara gas, sem er lengra frá strókunum, burt 37 00:03:05,000 --> 00:03:08,000 og sveigir út í flöt vetrarbrautarinnar 38 00:03:08,000 --> 00:03:12,000 og myndar bogadregnu rauðu armana sem sjást á myndinni. 39 00:03:15,000 --> 00:03:19,000 Þessir aukaarmar eru mjög óvenjulegir og nokkur ráðgáta 40 00:03:19,000 --> 00:03:22,000 því vetrarbrautastrókar eru í raun fremur algengir. 41 00:03:22,000 --> 00:03:25,000 Það eru ekki aðeins þyrilvetrarbrautir sem hafa strókar 42 00:03:25,000 --> 00:03:30,000 heldur sporvöluvetrarbrautir líka, eins og mikilfenglegu útvarpsstrókarnir sem sjást 43 00:03:30,000 --> 00:03:33,000 í kringum nálægu vetrarbrautirnar Herkúles A og Centaurus A. 44 00:03:33,000 --> 00:03:39,000 Samt hefur engin þeirra sömu einkenni og Messier 106. 45 00:03:44,000 --> 00:03:47,000 Hluti af gögnunum í þessari mynd af Messier 106 komu frá 46 00:03:47,000 --> 00:03:50,000 stjörnuáhugamanninum Robert Gendler. 47 00:03:50,000 --> 00:03:55,000 Þessi gögn hjálpa okkur að sjá ringulreiðina í miðju vetrarbrautarinnar 48 00:03:55,000 --> 00:03:59,000 og dularfulla uppbyggingu hennar betur en nokkru sinni fyrr. 49 00:04:04,000 --> 00:04:07,000 Hubblecast er framleitt af ESA/Hubble í Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli í Þýskalandi. 50 00:04:08,000 --> 00:04:10,000 Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og ESA 51 00:04:10,000 --> 00:04:13,000 www.spacetelescope.org 52 00:04:13,000 --> 00:04:16,000 Handrit: ESA/Hubble. Þýðing: Sævar Helgi Bragason