1 00:00:00,000 --> 00:00:04,000 Hringþoka markar eitt af lokastigunum 2 00:00:04,000 --> 00:00:06,000 í ævi stjörnu á borð við sólina okkar. 3 00:00:06,000 --> 00:00:11,000 Nærri ævilokum sínum, áður en allt eldsneytið er uppurið, 4 00:00:11,000 --> 00:00:14,000 þenur stjarna út ytri lög sín. 5 00:00:14,000 --> 00:00:17,000 Síðan örvar geislun stjörnunnar þessi lög 6 00:00:17,000 --> 00:00:22,000 svo þau taka að skína skært og leiða í ljós heillandi myndanir 7 00:00:22,000 --> 00:00:26,000 sem vísindamenn eru enn að reyna að skilja. 8 00:00:42,000 --> 00:00:48,000 Hubblcast þáttur 61: Ferðalag um NGC 5189 9 00:00:48,000 --> 00:00:51,000 Kynnir: Dr. J., einnig þekktur sem Dr. Joe Liske 10 00:00:55,000 --> 00:00:57,000 Komið þið sæl og verið velkomin í Hubblecast 11 00:00:57,000 --> 00:01:02,000 Í fyrri þáttum höfum við skoðað margar myndir Hubbles af hringþokum 12 00:01:02,000 --> 00:01:07,000 og fjallað um það sem þær hafa að segja okkur um örlög sólarinnar okkar. 13 00:01:07,000 --> 00:01:11,000 Í þessum þætti munum við skoða nánar eina af þessum 14 00:01:11,000 --> 00:01:14,000 hringþokum sem, ólíkt mörgum öðrum, 15 00:01:14,000 --> 00:01:17,000 líkist skífu reikistjörnu ekki neitt. 16 00:01:19,000 --> 00:01:24,000 Þessi hringþoka ber skráarheitið NGC 5189 17 00:01:24,000 --> 00:01:29,000 sem hljómar eflaust ekki mjög spennandi. 18 00:01:32,000 --> 00:01:34,000 Þegar hún fannst á 19. öld 19 00:01:34,000 --> 00:01:39,000 sýndu sjónaukar þess tíma lítil sem engin smáatriði. 20 00:01:39,000 --> 00:01:45,000 En framfarir í sjónaukum síðastliðna eina og hálfa öld hafa borið ávöxt. 21 00:01:48,000 --> 00:01:52,000 Um árabil var besta myndin af þessu fyrirbæri 22 00:01:52,000 --> 00:01:55,000 tekin með NTT sjónauka Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli 23 00:01:55,000 --> 00:02:00,000 sem sýnir flókna þyrillögun NGC 5189. 24 00:02:01,000 --> 00:02:06,000 Síðan kom glæsileg mynd frá 8 metra Gemini suður sjónaukanum. 25 00:02:06,000 --> 00:02:09,000 En ef þú beinir Hubble að þokunni... 26 00:02:11,000 --> 00:02:16,000 Tja, ef þú beinir Hubble að henni, færðu að sjá nokkur glæsileg smáatriði 27 00:02:16,000 --> 00:02:19,000 sem mörg hver hafa aldrei sést áður. 28 00:02:19,000 --> 00:02:22,000 Og það er auðvitað vegna þess einstaka útsýnis sem Hubbles hefur 29 00:02:22,000 --> 00:02:24,000 fyrir ofan lofthjúp jarðar. 30 00:02:26,000 --> 00:02:29,000 Ef við þysjum inn að þokunni, sem við getum þökk sé hárri upplausn Hubbles, 31 00:02:29,000 --> 00:02:33,000 sjáum við þessa mjög þéttu kekki í gasskýjunum. 32 00:02:36,000 --> 00:02:40,000 Hubble hafði séð slíka kekki áður, til dæmis í Gormþokunni. 33 00:02:42,000 --> 00:02:46,000 Það sem hér gengur á er að geislunin frá deyjandi stjörnunni 34 00:02:46,000 --> 00:02:49,000 er að móta lögun þessara kekkja 35 00:02:49,000 --> 00:02:52,000 og mynda glóandi mynstur sem minna á stafnhöggbylgjur 36 00:02:52,000 --> 00:02:56,000 eins og myndast þegar steinn klýfur straumharða á. 37 00:02:56,000 --> 00:02:59,000 Allir þessir kekkir vísa í átt að miðri þokunni. 38 00:03:02,000 --> 00:03:09,000 Kekkirnir í NGC 5189 minna okkur á hversu stórar hringþokur eru. 39 00:03:09,000 --> 00:03:12,000 Þeir virðast fremur smáir á myndinni 40 00:03:12,000 --> 00:03:18,000 en eru í raun álíka stórir og sólkerfið okkar. 41 00:03:20,000 --> 00:03:23,000 Stjarnan í miðri þokunni, þéttur hvítur dvergur, 42 00:03:23,000 --> 00:03:28,000 er alltof lítill til að birtast okkur öðruvísi en ljósdepill 43 00:03:28,000 --> 00:03:32,000 þótt hann sé álíka stór og jörðin. 44 00:03:34,000 --> 00:03:39,000 Þyrillögun NGC 5189 er sennilega augljósasta einkennið 45 00:03:39,000 --> 00:03:42,000 og gefur henni gælunafnið „Þyrilhringþokan“. 46 00:03:44,000 --> 00:03:46,000 Mynstrið líkist vatni sem sprautast úr garðúðara 47 00:03:46,000 --> 00:03:52,000 og má líklega rekja til þess að stjarnan snýst og vaggar þegar hún varpar efni frá sér. 48 00:03:52,000 --> 00:03:54,000 Svipaðar myndanir hafa sést áður, 49 00:03:54,000 --> 00:03:59,000 einkum í hringþokum sem hafa tvístirni í miðjunni, 50 00:03:59,000 --> 00:04:04,000 en hvort ein eða tvær stjörnur séu í hjarta NGC 5189 51 00:04:04,000 --> 00:04:06,000 er enn á huldu. 52 00:04:06,000 --> 00:04:10,000 Svo lögun þokunnar og vísindin á bakvið hana 53 00:04:10,000 --> 00:04:14,000 er enn um sinn heillandi rannsóknarefni stjörnufræðinga. 54 00:04:15,000 --> 00:04:17,000 Þetta er Dr. J sem kveður fyrir hönd Hubblecast. 55 00:04:17,000 --> 00:04:22,000 Rétt einu sinni kemur náttúran okkur skemmtilega á óvart. 56 00:04:22,000 --> 00:04:25,000 Hubbleast er framleitt af ESA/Hubble í Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli í Þýskalandi. 57 00:04:28,000 --> 00:04:31,000 Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og Geimvísindastofnun Evrópu. 58 00:04:34,000 --> 00:04:35,000 www.spacetelescope.org 59 00:04:35,000 --> 00:04:38,000 Handrit: ESA/Hubble. Þýðing: Sævar Helgi Bragason