1 00:00:05,240 --> 00:00:08,840 Með því að þenja sjónsvið okkar langt út fyrir hugarflug forfeðranna 2 00:00:08,920 --> 00:00:13,200 vísa þessi undraverðu tæki, sjónaukarnir, veginn í átt að dýpri og 3 00:00:13,280 --> 00:00:17,240 fullkomnari skilningi á náttúrunni. - René Descartes, 1637 4 00:00:17,760 --> 00:00:22,560 Um árþúsundir hefur mannkynið horft upp í seiðandi næturhimininn 5 00:00:22,640 --> 00:00:28,320 án þess að bera skynbragð á stjörnurnar í Vetrarbrautinni okkar sem aðrar sólir 6 00:00:28,400 --> 00:00:33,400 eða milljarða systurvetrarbrauta sem fylla aðra hluta heimsins 7 00:00:35,440 --> 00:00:38,800 eða hvernig við erum aðeins örlítill depill í 8 00:00:38,880 --> 00:00:42,520 13,7 milljarða ára sögu alheimsins. 9 00:00:42,600 --> 00:00:46,080 Þegar augu okkar voru einu sjóntækin áttum við enga möguleika á 10 00:00:46,160 --> 00:00:50,120 að finna sólkerfi umhverfis aðrar stjörnur, eða komast að því 11 00:00:50,200 --> 00:00:55,000 hvort líf væri að finna annars staðar í alheiminum. 12 00:00:58,080 --> 00:01:00,320 Nú erum við komin áleiðis við að skýra mörg 13 00:01:00,400 --> 00:01:03,560 undur alheimsins á tímum sem segja má að séu 14 00:01:03,640 --> 00:01:05,960 gullöld uppgötvana í stjörnufræði. 15 00:01:05,960 --> 00:01:08,960 Ég er Dr. J og leiði ykkur í sannleikann um sjónaukann - 16 00:01:09,040 --> 00:01:11,880 hið undraverða tæki sem hefur opnað alheiminn upp á gátt 17 00:01:11,960 --> 00:01:15,520 fyrir mannkynið. 18 00:01:17,960 --> 00:01:21,880 HORFT TIL HIMINS 400 ára saga uppgötvana með sjónaukanum 19 00:01:22,200 --> 00:01:26,960 1. Ný sýn á himininn 20 00:01:28,960 --> 00:01:32,120 Fyrir fjórum öldum, árið 1609, gekk maður út 21 00:01:32,240 --> 00:01:34,640 á akra í grennd við heimili sitt. 22 00:01:34,720 --> 00:01:39,000 Hann beindi heimagerðum sjónauka sínum í átt að tunglinu, plánetunum og stjörnunum. 23 00:01:39,080 --> 00:01:42,600 Hann hét Galileó Galilei. 24 00:01:44,040 --> 00:01:47,280 Stjörnufræðin varð aldrei söm eftir þetta. 25 00:02:07,440 --> 00:02:12,400 Nú, 400 árum eftir að Galileó beindi fyrst sjónauka í átt til himins 26 00:02:12,640 --> 00:02:18,280 nota stjörnufræðingar risavaxna spegla á fjarlægum fjallstindum til þess að kanna himininn. 27 00:02:18,360 --> 00:02:23,520 Útvarpssjónaukar safna ógreinilegu tísti og hvískri utan úr geimnum. 28 00:02:23,600 --> 00:02:27,680 Vísindamenn hafa jafnvel sent sjónauka út í geim 29 00:02:27,760 --> 00:02:31,960 langt út fyrir truflandi áhrif lofthjúpsins. 30 00:02:33,440 --> 00:02:38,680 Og útsýnið hefur verið stórkostlegt! 31 00:02:42,960 --> 00:02:46,640 Reyndar fann Galileó ekki upp sjónaukann. 32 00:02:46,720 --> 00:02:49,760 Þann heiður á Hans Lipperhey, tiltölulega lítt þekktur 33 00:02:49,840 --> 00:02:53,400 hollensk-þýskur sjóntækjafræðingur. 34 00:02:53,520 --> 00:02:57,880 En Hans Lipperhey notaði aldrei sjónaukann til þess að gá til stjarna. 35 00:02:57,960 --> 00:03:00,840 Þess í stað hélt hann að uppgötvun sín myndi helst gagnast 36 00:03:00,920 --> 00:03:03,640 sæfarendum og hermönnum. 37 00:03:03,800 --> 00:03:07,240 Lipperhey var frá Middelburg sem þá var stór verslunarborg 38 00:03:07,320 --> 00:03:10,440 í hinu nýstofnaða Hollenska lýðveldi. 39 00:03:13,960 --> 00:03:18,040 Árið 1608 uppgötvaði Lipperhey að þegar horft er á fjarlægan hlut 40 00:03:18,120 --> 00:03:24,000 í gegnum kúpta og íhvolfa linsu, stækkar hluturinn ef 41 00:03:24,080 --> 00:03:29,640 linsurnar eru staðsettar í réttri fjarlægð hvor frá annarri. 42 00:03:29,720 --> 00:03:33,800 Sjónaukinn var fæddur! 43 00:03:33,880 --> 00:03:37,520 Í september 1608 sýndi Lipperhey uppgötvun sína 44 00:03:37,600 --> 00:03:39,880 hollenska prinsinum Maurits. 45 00:03:39,960 --> 00:03:42,840 Hann hefði ekki getað valið betra augnablik því 46 00:03:42,920 --> 00:03:45,880 á þessum tíma var Holland flækt í 47 00:03:45,960 --> 00:03:49,320 80 ára stríðið við Spánverja. 48 00:03:55,320 --> 00:03:59,080 Hinn nýuppgötvaði sjónauki gat stækkað hluti og komið upp um 49 00:03:59,160 --> 00:04:02,280 óvinaskip og hersveitir sem voru of fjarlægar til þess að sjást 50 00:04:02,360 --> 00:04:04,360 með berum augum. 51 00:04:04,440 --> 00:04:07,440 Sem sagt, mjög gagnleg uppgötvun! 52 00:04:07,560 --> 00:04:12,000 En hollenska ríkistjórnin veitti Lipperhey aldrei einkaleyfi á sjónaukanum. 53 00:04:12,080 --> 00:04:15,400 Ástæða þess var að aðrir kaupmenn gerðu einnig tilkall til uppgötvunarinnar 54 00:04:15,520 --> 00:04:19,200 einkum keppinautur Lipperheys, Sacharias Janssen. 55 00:04:19,280 --> 00:04:21,520 Deilan var aldrei útkljáð. 56 00:04:21,600 --> 00:04:27,920 Enn þann dag í dag er nákvæmur uppruni sjónaukans sveipaður dulúð. 57 00:04:28,920 --> 00:04:32,720 Ítalski stjörnufræðingurinn Galileó Galilei, faðir nútíma eðlisfræði 58 00:04:32,800 --> 00:04:37,640 heyrði af sjónaukanum og ákvað að smíða eigin sjónauka. 59 00:04:38,320 --> 00:04:42,360 Fyrir um tíu mánuðum barst það mér til eyrna að tiltekinn 60 00:04:42,440 --> 00:04:48,200 Flæmingi hefði smíðað fjarsjá en með hjálp hennar verða sýnileg fyrirbæri 61 00:04:48,280 --> 00:04:52,960 þótt fjarlæg séu, auðveldlega sjáanleg 62 00:04:53,040 --> 00:04:56,120 sem væru þau rétt hjá. 63 00:04:56,520 --> 00:04:59,440 Galileó var mesti vísindamaður síns tíma. 64 00:04:59,560 --> 00:05:02,600 Hann studdi eindregið hina nýju heimsmynd 65 00:05:02,680 --> 00:05:06,160 pólska stjörnufræðingsins Nikulásar Kópernikusar sem varpaði fram þeirri hugmynd að 66 00:05:06,240 --> 00:05:10,440 jörðin snerist um sólina, en ekki öfugt. 67 00:05:11,560 --> 00:05:14,240 Út frá því sem hann hafði heyrt um hollenska sjónaukann 68 00:05:14,320 --> 00:05:16,600 smíðaði Galileó eigin sjóntæki. 69 00:05:16,680 --> 00:05:19,160 Þau voru af miklu meiri gæðum. 70 00:05:20,560 --> 00:05:25,320 Að lokum, með því að leggja í mikla vinnu og kostnað, tókst mér 71 00:05:25,400 --> 00:05:29,680 að smíða handa sjálfum mér svo fullkomið tæki að 72 00:05:29,760 --> 00:05:33,920 hlutir sem sjást í því virðast nánast þúsund 73 00:05:33,960 --> 00:05:38,840 sinnum stærri en með berum augum. 74 00:05:39,720 --> 00:05:43,640 Það var kominn tími til þess að reyna sjónaukann á himninum. 75 00:05:45,920 --> 00:05:49,680 Ég er orðinn sannfærður um að yfirborð 76 00:05:49,800 --> 00:05:53,520 tunglsins er ekki slétt, einsleitt og með hárnákvæma kúlulögun 77 00:05:53,760 --> 00:05:57,440 eins og margir heimspekingar halda 78 00:05:57,560 --> 00:06:01,720 heldur ójafnt, hrjúft og þakið holum og nibbum 79 00:06:01,800 --> 00:06:06,240 ekki ósvipað yfirborði jarðar. 80 00:06:11,640 --> 00:06:15,320 Landslag með gígum, fjöllum og dölum. 81 00:06:15,400 --> 00:06:18,320 Heimur áþekkur jörðinni okkar! 82 00:06:19,600 --> 00:06:24,040 Fáeinum vikum síðar, í janúar 1610, skoðaði Galileó Júpíter. 83 00:06:24,120 --> 00:06:28,600 Rétt hjá reikistjörnunni sá hann fjóra ljósdepla sem breyttu 84 00:06:28,720 --> 00:06:32,960 stöðu sinni á himninum á hverri nóttu ásamt Júpíter. 85 00:06:33,040 --> 00:06:37,920 Þetta var sem hægur, himneskur ballett tungla sem snerust umhverfis reikistjörnuna. 86 00:06:37,960 --> 00:06:40,760 Ljósdeplarnir fjórir urðu síðar þekktir sem Galileitunglin 87 00:06:40,840 --> 00:06:43,600 við Júpíter. 88 00:06:43,720 --> 00:06:46,240 Hvað fleira uppgötvaði Galileó? 89 00:06:46,320 --> 00:06:48,400 Kvartilaskipti Venusar! 90 00:06:48,560 --> 00:06:51,920 Rétt eins og tunglið, vex Venus og minnkar frá mjórri sigð 91 00:06:51,960 --> 00:06:54,200 upp í heila skífu og aftur til baka. 92 00:06:54,280 --> 00:06:58,600 Furðuleg útskot á báðum hliðum Satúrnusar. 93 00:06:58,720 --> 00:07:01,160 Svartir blettir á yfirborði sólarinnar. 94 00:07:01,280 --> 00:07:03,440 Og að sjálfsögðu stjörnurnar. 95 00:07:03,560 --> 00:07:06,400 Þúsundir þeirra, jafnvel milljónir. 96 00:07:06,520 --> 00:07:09,320 Hver um sig of dauf til þess að sjást með berum augum. 97 00:07:09,440 --> 00:07:13,920 Það var eins og augu mannkyns hefðu skyndilega opnast. 98 00:07:13,960 --> 00:07:18,000 Fyrir utan beið alheimurinn könnunar. 99 00:07:23,440 --> 00:07:27,760 Fréttir af sjónaukanum breiddust eins og eldur í sinu út um alla Evrópu. 100 00:07:27,880 --> 00:07:32,080 Við hirð Rúdolfs II keisara í Prag bætti Jóhannes Kepler 101 00:07:32,200 --> 00:07:34,800 hönnun tækisins. 102 00:07:34,880 --> 00:07:38,840 Í Antwerpen teiknaði hollenski kortagerðarmaðurinn Michael van Langren 103 00:07:38,960 --> 00:07:41,920 fyrstu áreiðanlegu kortin af tunglinu sem sýndu það sem hann hélt að væru 104 00:07:41,960 --> 00:07:44,400 meginlönd og höf. 105 00:07:44,560 --> 00:07:49,680 Ríkur bruggari í Póllandi, Jóhannes Hevelíus að nafni, smíðaði 106 00:07:49,760 --> 00:07:53,200 risastóran sjónauka í stjörnustöð sinni í Gdansk. 107 00:07:53,280 --> 00:07:57,880 Stjörnustöðin var svo stór að hún náði yfir þrjú húsþök! 108 00:07:59,200 --> 00:08:02,240 En bestu tækin á þessum tíma voru sennilega smíðuð 109 00:08:02,320 --> 00:08:05,360 af Christiaan Huygens í Hollandi. 110 00:08:05,440 --> 00:08:11,080 Árið 1655 uppgötvaði Huygens Títan, stærsta tungl Satúrnusar. 111 00:08:11,160 --> 00:08:15,160 Fáeinum árum síðar leiddu athuganir hans í ljós hringa Satúrnusar 112 00:08:15,240 --> 00:08:20,320 sem Galileó hafði aldrei skilið. 113 00:08:20,400 --> 00:08:24,640 Og síðast en ekki síst sá Huygens dökkar rákir og ljósar 114 00:08:24,720 --> 00:08:27,360 pólhettur á Mars. 115 00:08:27,440 --> 00:08:31,080 Gæti verið líf að finna á þessum fjarlæga og framandi hnetti? 116 00:08:31,160 --> 00:08:35,240 Stjörnufræðingar velta ennþá þessari spurningu fyrir sér. 117 00:08:35,920 --> 00:08:39,520 Fyrstu sjónaukarnir voru allir linsusjónaukar sem notuðu 118 00:08:39,600 --> 00:08:42,680 linsur til þess að safna saman ljósi og beina því í einn punkt. 119 00:08:42,760 --> 00:08:45,440 Seinna leystu speglar linsurnar af hólmi. 120 00:08:45,560 --> 00:08:49,080 Fyrsti spegilsjónaukinn var smíðaður af Niccolò Zucchi 121 00:08:49,160 --> 00:08:52,000 og síðar betrumbættur af Isaac Newton. 122 00:08:52,080 --> 00:08:55,760 Á síðari hluta 18. aldar voru stærstu speglar í heiminum 123 00:08:55,840 --> 00:08:59,600 smíðaðir af William Herschel, organista sem varð stjörnufræðingur 124 00:08:59,680 --> 00:09:02,520 og starfaði ásamt systur sinni Caroline. 125 00:09:02,600 --> 00:09:06,200 Í húsi þeirra í Bath í Englandi helltu systkinin rauðglóandi 126 00:09:06,280 --> 00:09:09,880 málmbráð í mót og þegar hún hafði kólnað 127 00:09:09,960 --> 00:09:15,440 slípuðu þau yfirborðið svo það gæti endurvarpað ljósi. 128 00:09:15,560 --> 00:09:20,320 Herschel smíðaði yfir 400 sjónauka á ævi sinni. 129 00:09:24,520 --> 00:09:28,360 Stærsti sjónaukinn var svo stór að hann þurfti fjóra aðstoðarmenn 130 00:09:28,440 --> 00:09:31,600 til þess að toga í mismunandi reipi, hjól og talíur sem voru 131 00:09:31,680 --> 00:09:36,000 nauðsynleg til að fylgja eftir hreyfingum stjarnanna á himninum 132 00:09:36,080 --> 00:09:39,440 en hann færist að sjálfsögðu til vegna snúnings jarðarinnar. 133 00:09:39,560 --> 00:09:43,080 Herschel var eins konar könnuður, hann skannaði himininn og 134 00:09:43,160 --> 00:09:46,720 skráði hjá sér hundruð nýrra geimþoka og tvístirna. 135 00:09:46,800 --> 00:09:50,280 Hann uppgötvaði einnig að Vetrarbrautin hlyti að vera flöt skífa. 136 00:09:50,360 --> 00:09:54,120 Hann mældi jafnvel færslu sólkerfisins innan skífunnar 137 00:09:54,200 --> 00:09:58,840 með því að fylgjast með innbyrðis hreyfingum stjarnanna og plánetanna. 138 00:09:58,920 --> 00:10:06,360 Þann 13. mars 1781 uppgötvaði hann nýja reikistjörnu - Úranus. 139 00:10:06,440 --> 00:10:10,680 Það liðu meira en 200 ár þangað til NASA geimfarið Voyager 2 140 00:10:10,760 --> 00:10:15,880 sendi stjörnufræðingum fyrstu nærmyndirnar af þessari fjarlægu reikistjörnu. 141 00:10:16,800 --> 00:10:21,240 Í frjósömum héruðum Mið-Írlands smíðaði William Parsons 142 00:10:21,320 --> 00:10:26,560 þriðji lávarðurinn af Rosse, stærsta sjónaukann á 19. öld. 143 00:10:26,640 --> 00:10:30,560 Með málmspegli sem spannaði 1,8 metra varð tröllaukinn 144 00:10:30,640 --> 00:10:35,240 sjónaukinn þekktur undir nafninu „Skrímslið frá Parsontown“. 145 00:10:35,320 --> 00:10:39,320 Af og til á heiðskírum tungllausum nóttum sat lávarðurinn við sjónglerið 146 00:10:39,440 --> 00:10:44,400 og sigldi á vit ævintýra í alheiminum. 147 00:10:45,280 --> 00:10:50,160 Til Óríonþokunnar sem nú er þekkt stjörnuverksmiðja. 148 00:10:50,280 --> 00:10:55,920 Áfram til hinnar dularfullu Krabbaþoku sem er leifar sprengistjörnu. 149 00:10:55,960 --> 00:10:57,920 Og Svelgurinn? 150 00:10:57,960 --> 00:11:02,560 Rosse lávarður var fyrstur til þess að sjá stórfenglega þyrillögun vetrarbrautarinnar. 151 00:11:02,640 --> 00:11:08,400 Vetrarbraut, rétt eins og okkar, með margbrotnum dökkum og glóandi gasskýjum 152 00:11:08,520 --> 00:11:12,400 milljörðum mismunandi stjarna, og hver veit - 153 00:11:12,520 --> 00:11:16,560 jafnvel með reikistjörnur eins og jörðina. 154 00:11:18,920 --> 00:11:24,920 Sjónaukinn var orðinn fleyið sem flutti okkur áfram við könnun alheimsins. 155 00:11:29,720 --> 00:11:34,080 2. Stærra er betra 156 00:11:36,080 --> 00:11:38,480 Á næturnar aðlagast augun myrkrinu. 157 00:11:38,560 --> 00:11:42,640 Sjáöldrin breikka og hleypa þannig meira ljósi inn í augun. 158 00:11:42,720 --> 00:11:47,880 Það þýðir að þú getur séð daufari fyrirbæri og daufari stjörnur. 159 00:11:47,960 --> 00:11:51,720 Ímyndaðu þér að sjáöldrin væru einn metri í þvermál. 160 00:11:51,800 --> 00:11:55,960 Þú litir eflaust skringilega út en þú hefðir einnig yfirnáttúrulega sjón! 161 00:11:56,000 --> 00:11:59,400 Sjónaukinn virkar á sama hátt. 162 00:12:01,880 --> 00:12:04,640 Sjónauki er eins og trekt. 163 00:12:04,720 --> 00:12:10,240 Safnlinsan eða -spegillinn safnar ljósi frá stjörnunum og beinir því að auga þínu. 164 00:12:13,080 --> 00:12:17,800 Því stærri sem linsan eða spegillinn er, þeim mun daufari fyrirbæri er unnt að sjá. 165 00:12:17,880 --> 00:12:20,720 Stærðin skiptir því öllu máli. 166 00:12:20,800 --> 00:12:23,400 En hversu stóran sjónauka er hægt að smíða? 167 00:12:23,480 --> 00:12:26,400 Ekkert allt of stóran ef það er linsusjónauki. 168 00:12:29,480 --> 00:12:32,720 Ljósið þarf að ferðast í gegnum safnlinsuna. 169 00:12:32,800 --> 00:12:36,080 En aðeins er hægt að styðja við brún linsunnar. 170 00:12:36,160 --> 00:12:41,880 Ef linsan er of stór verður hún líka of þung og fer að aflagast undan eigin þunga. 171 00:12:41,960 --> 00:12:45,640 Það þýðir að myndin bjagast. 172 00:12:47,400 --> 00:12:54,320 Stærsti linsusjónauki sögunnar var smíðaður árið 1897 við Yerkes stjörnustöðina skammt frá Chicago. 173 00:12:54,400 --> 00:12:57,480 Safnlinsan var rétt rúmur metri að þvermáli. 174 00:12:57,560 --> 00:13:02,080 En sjónaukapípan var hvorki meira né minna en 18 metra löng. 175 00:13:02,160 --> 00:13:08,720 Þegar smíði Yerkessjónaukans lauk höfðu hönnuðir linsusjónauka komist á endastöð. 176 00:13:08,800 --> 00:13:10,880 Viltu enn stærri sjónauka? 177 00:13:10,960 --> 00:13:12,800 Þá þarftu að nota spegla. 178 00:13:17,080 --> 00:13:23,080 Í spegilsjónauka endurvarpar spegill ljósinu í stað þess að það ferðist í gegnum linsu. 179 00:13:23,160 --> 00:13:29,400 Það þýðir að spegillinn getur verið miklu þynnri en linsa og hægt er að styðja við þá aftan frá. 180 00:13:29,480 --> 00:13:34,640 Þannig er hægt að smíða miklu stærri spegla en linsur. 181 00:13:35,640 --> 00:13:39,720 Stórir speglar hófu innreið sína í Suður-Kaliforníu fyrir einni öld. 182 00:13:39,800 --> 00:13:44,880 Í þá daga var Wilsonfjall fjarri mannabyggðum í víðernum San Gabriel fjallgarðsins. 183 00:13:44,960 --> 00:13:49,080 Himinninn var heiður og næturnar dimmar. 184 00:13:49,160 --> 00:13:53,640 Á þessum stað reisti George Ellery Hale fyrstur manna 1,5 metra breiðan sjónauka. 185 00:13:53,720 --> 00:13:58,400 Sjónaukinn var smærri en sjónauki Rosse lávarðs en af mun meiri gæðum. 186 00:13:58,480 --> 00:14:02,160 Og miklu betur staðsettur. 187 00:14:02,240 --> 00:14:07,640 Hale sannfærði viðskiptajöfurinn John Hooker um að fjármagna 2,5 metra breiðan sjónauka. 188 00:14:07,720 --> 00:14:12,560 Mörg tonn af gleri og stáli voru ferjuð upp Wilsonfjall. 189 00:14:12,640 --> 00:14:16,000 Smíði Hooker-sjónaukans lauk árið 1917. 190 00:14:16,080 --> 00:14:20,240 Hann var stærsti sjónauki í heimi um þrjátíu ára skeið. 191 00:14:20,320 --> 00:14:25,400 Eins og risastór fallbyssa sem beið þess að ráðast á alheiminn. 192 00:14:28,480 --> 00:14:31,080 Og það gerði hann svo sannarlega. 193 00:14:31,160 --> 00:14:34,240 Auk geigvænlegrar stærðar nýja stjörnusjónaukans kom fram 194 00:14:34,280 --> 00:14:37,240 ný tækni sem umbylti því hvernig myndirnar voru skoðaðar. 195 00:14:37,280 --> 00:14:40,800 Stjörnufræðingar þurftu ekki lengur að gægjast í gegnum augngler nýja risans. 196 00:14:40,880 --> 00:14:45,960 Þess í stað var ljósinu safnað á ljósmyndaplötur í nokkrar klukkustundir í senn. 197 00:14:46,000 --> 00:14:50,800 Aldrei áður hafði nokkur gægst svo langt út í alheiminn. 198 00:14:50,880 --> 00:14:55,160 Þyrilþokur reyndust uppfullar af ótal stjörnum. 199 00:14:55,240 --> 00:14:59,560 Voru þær hugsanlega víðfeðm stjörnukerfi líkt og Vetrarbrautin okkar? 200 00:14:59,640 --> 00:15:03,800 Í Andrómeduvetrarbrautinni uppgötvaði Edwin Hubble sérstaka tegund stjörnu 201 00:15:03,880 --> 00:15:07,400 sem breytir birtu sinni lotubundið. 202 00:15:07,480 --> 00:15:11,720 Athuganir Hubbles gerðu honum kleift að áætla fjarlægðina til Andrómedu: 203 00:15:11,800 --> 00:15:15,960 næstum milljón ljósár. 204 00:15:16,080 --> 00:15:22,720 Þyrilþokur eins og Andrómeda, voru greinilega stakar vetrarbrautir. 205 00:15:24,480 --> 00:15:27,320 En fleiri ótrúlegar staðreyndir áttu eftir að koma í ljós. 206 00:15:27,400 --> 00:15:32,000 Flestar vetrarbrautirnar reyndust vera að fjarlægast Vetrarbrautina okkar. 207 00:15:32,080 --> 00:15:37,640 Á Wilsonfjalli uppgötvaði Hubble að nálægar vetrarbrautir fjarlægðust rólega 208 00:15:37,640 --> 00:15:42,480 á meðan fjarlægari vetrarbrautir þeyttust burt með miklu meiri hraða. 209 00:15:42,560 --> 00:15:43,720 Hver var niðurstaðan? 210 00:15:43,800 --> 00:15:46,560 Alheimurinn var að þenjast út. 211 00:15:46,640 --> 00:15:53,400 Hooker sjónaukinn gaf vísindamönnum færi á merkustu uppgötvun í stjörnufræði á 20. öld. 212 00:15:56,080 --> 00:16:00,640 Þökk sé sjónaukanum höfum við rakið þróunarsögu alheimsins. 213 00:16:00,720 --> 00:16:04,880 Fyrir um 14 milljörðum ára varð alheimurinn til 214 00:16:04,960 --> 00:16:09,240 í gríðarlegri sprengingu tíma og rúms, efnis og orku sem sem kallast 215 00:16:09,280 --> 00:16:11,560 miklihvellur. 216 00:16:11,640 --> 00:16:17,480 Örsmáar skammtaöldur urðu að stórum flekkum í frumsúpunni. 217 00:16:17,560 --> 00:16:20,160 Úr þessum flekkum mynduðust vetrarbrautir 218 00:16:20,240 --> 00:16:23,800 af öllum stærðum og gerðum. 219 00:16:26,560 --> 00:16:30,400 Kjarnasamruni í kjörnum stjarna framleiddi ný atóm. 220 00:16:30,480 --> 00:16:34,880 Kolefni, súrefni, járn, gull. 221 00:16:34,960 --> 00:16:39,640 Sprengistjörnur þeyttu þessum þungu frumefnum aftur út í geiminn. 222 00:16:39,720 --> 00:16:43,080 Hráefni til myndunar nýrra stjarna. 223 00:16:43,160 --> 00:16:44,800 Og reikistjarna! 224 00:16:46,880 --> 00:16:54,880 Einhvern tíma, einhvers staðar, einhvern veginn þróuðust einföld lífræn efnasambönd í lífverur. 225 00:16:54,960 --> 00:17:00,560 Lífið er eitt af kraftaverkunum í þróunarsögu alheimsins. 226 00:17:00,640 --> 00:17:02,880 Við erum stjörnuryk. 227 00:17:02,960 --> 00:17:07,000 Það er mikilfengleg sýn og stórbrotin saga 228 00:17:07,080 --> 00:17:11,160 sem sjónaukinn hefur fært okkur. 229 00:17:11,240 --> 00:17:15,640 Ímyndaðu þér að án sjónaukans myndum við einungis þekkja sex reikistjörnur 230 00:17:15,720 --> 00:17:18,160 eitt tungl og fáeinar þúsundir stjarna. 231 00:17:18,240 --> 00:17:22,400 Stjörnufræðin væri enn að slíta barnsskónum. 232 00:17:23,640 --> 00:17:27,480 Rétt eins og týndir fjársjóðir hafa fjarlægir staðir í alheiminum laðað fram 233 00:17:27,560 --> 00:17:30,000 ævintýraþrána í okkur. 234 00:17:30,080 --> 00:17:35,480 Prinsar og pótintátar, stjórnmálamenn jafnt sem auðmenn, hafa á sama hátt og vísindamenn 235 00:17:35,560 --> 00:17:40,240 fundið fyrir aðdráttarafli ókunnra djúpa himingeimsins og með sjóntækin 236 00:17:40,280 --> 00:17:45,400 í farteskinu hefur heimur þekkingarinnar vaxið geysihratt. 237 00:17:59,800 --> 00:18:02,640 Hinsti draumur George Ellery Hale var 238 00:18:02,720 --> 00:18:06,960 að reisa tvöfalt stærri sjónauka en fyrirrennarann. 239 00:18:07,000 --> 00:18:10,880 Hér gefur að líta drottningu stjörnufræði 20. aldar. 240 00:18:10,960 --> 00:18:15,880 Fimm metra breiði Hale sjónaukinn á Palomarfjalli. 241 00:18:15,960 --> 00:18:20,560 Yfir fimm hundruð tonna ferlíki jafnvægisstillt af ítrustu nákvæmni 242 00:18:20,640 --> 00:18:24,640 sem hreyfist mjúklega líkt og ballettdansmær. 243 00:18:24,720 --> 00:18:30,240 40 tonna spegillinn sýnir okkur stjörnur sem eru 40 milljón sinnum daufari en augað fær greint. 244 00:18:30,280 --> 00:18:35,240 Lokið var við smíði Hale sjónaukans 1948 sem veitti okkur áður óþekkta sýn til reikistjarnanna 245 00:18:35,280 --> 00:18:38,800 stjörnuþyrpinga, geimþoka og vetrarbrauta. 246 00:18:41,080 --> 00:18:44,960 Gasrisinn Júpíter og fjöldamörg tungl hans. 247 00:18:45,080 --> 00:18:49,080 Hin stórglæsilega Logaþoka. 248 00:18:49,160 --> 00:18:54,240 Daufar gasslæður Sverðþokunnar í Óríon. 249 00:18:59,880 --> 00:19:02,080 En gætu sjónaukarnir orðið enn stærri? 250 00:19:02,160 --> 00:19:06,240 Seint á áttunda áratug tuttugustu aldar reyndu sovéskir stjörnufræðingar fyrir sér í þessu. 251 00:19:06,280 --> 00:19:10,640 Hátt uppi í Kákasusfjöllum reistu þeir Bolshoi Teleskop Azimutalnyi sjónaukann 252 00:19:10,720 --> 00:19:14,880 sem skartaði sex metra breiðum spegli. 253 00:19:14,960 --> 00:19:17,640 Sá sjónauki stóðst því miður aldrei væntingar. 254 00:19:17,720 --> 00:19:21,720 Hann var einfaldlega of stór, of dýr og of erfiður í notkun. 255 00:19:21,800 --> 00:19:24,960 Þurftu sjónaukahönnuðir þá að leggja árar í bát? 256 00:19:25,080 --> 00:19:28,480 Þurftu þeir að segja skilið við draum sinn um að smíða stærri sjónauka? 257 00:19:28,560 --> 00:19:31,960 Hafði saga sjónaukans hlotið ótímabæran endi? 258 00:19:32,080 --> 00:19:33,400 Að sjálfsögðu ekki. 259 00:19:33,480 --> 00:19:36,480 Í dag höfum við 10 metra sjónauka að störfum. 260 00:19:36,560 --> 00:19:39,160 Enn stærri sjónaukar eru á teikniborðinu. 261 00:19:39,240 --> 00:19:40,720 Hvað leysti málið? 262 00:19:40,800 --> 00:19:42,640 Tækninýjungar. 263 00:19:44,000 --> 00:19:48,760 3. Tæknin kemur til bjargar 264 00:19:48,960 --> 00:19:52,800 Rétt eins og bílar líta ekki lengur út eins og Ford T módel þá eru nútíma 265 00:19:52,880 --> 00:19:56,280 stjörnusjónaukar mjög frábrugðnir forverum sínum 266 00:19:56,360 --> 00:19:58,680 eins og 5 metra Halesjónaukanum. 267 00:19:58,760 --> 00:20:01,880 Sjónaukastæðin eru til dæmis miklu minni. 268 00:20:01,960 --> 00:20:05,840 Gamla gerðin er pólstillt þar sem annar ásanna 269 00:20:05,920 --> 00:20:09,720 snýr alltaf samsíða snúningsási jarðarinnar. 270 00:20:09,800 --> 00:20:13,480 Til þess að fylgja eftir hreyfingu himinsins varð sjónaukinn einfaldlega 271 00:20:13,560 --> 00:20:18,200 að snúast um ásinn á sama hraða og jörðin snýst um sjálfa sig. 272 00:20:18,280 --> 00:20:21,160 Einfalt en mjög rúmfrekt. 273 00:20:21,240 --> 00:20:26,040 Nú tíðkast lóðstillt stæði sem eru miklu umfangsminni. 274 00:20:26,080 --> 00:20:30,440 Á svona stæði er sjónaukanum miðað upp í himininn líkt og fallbyssu. 275 00:20:30,480 --> 00:20:35,240 Einungis þarf að velja afstöðuna og hæðina til þess að komast af stað. 276 00:20:35,320 --> 00:20:38,640 Vandinn er að fylgja eftir hreyfingu himinsins. 277 00:20:38,720 --> 00:20:44,240 Sjónaukinn þarf í raun að snúast um báða ásana á mismunandi hraða. 278 00:20:44,320 --> 00:20:50,720 Þetta varð í raun fyrst mögulegt þegar sjónaukar urðu tölvustýrðir. 279 00:20:50,800 --> 00:20:52,840 Það er ódýrara að smíða minna sjónaukastæði. 280 00:20:52,920 --> 00:20:57,520 Það þarfnast minni hvelfingar sem lækkar kostnaðinn enn frekar 281 00:20:57,600 --> 00:21:00,320 og bætir myndgæðin. 282 00:21:00,400 --> 00:21:03,800 Skoðum til dæmis Keck tvíburasjónaukana á Hawaii. 283 00:21:03,880 --> 00:21:06,600 Þrátt fyrir að 10 metra breiðir speglarnir séu tvöfalt breiðari en 284 00:21:06,680 --> 00:21:10,440 spegill Hale-sjónaukans passa þeir samt inn í minni sjónaukahvelfingar 285 00:21:10,520 --> 00:21:13,240 en hvelfinguna á Palomar fjalli. 286 00:21:15,080 --> 00:21:17,440 Sjónaukaspeglar hafa einnig tekið breytingum 287 00:21:17,520 --> 00:21:19,120 Áður fyrr voru þeir þykkir og þungir. 288 00:21:19,200 --> 00:21:21,840 Nú eru þeir þunnir og léttir. 289 00:21:21,920 --> 00:21:26,800 Speglar sem eru margir metrar í þvermál eru steyptir við snúning í risastórum ofnum. 290 00:21:26,880 --> 00:21:30,320 Samt eru þeir innan við 20 sentimetra þykkir. 291 00:21:30,400 --> 00:21:32,960 Flókið burðarvirki kemur í veg fyrir að þunnur spegillinn 292 00:21:33,080 --> 00:21:35,200 falli saman undan eigin þunga. 293 00:21:35,280 --> 00:21:39,120 Tölvustýrðir stimplar og stýribúnaður hjálpa einnig til við að halda speglinum 294 00:21:39,200 --> 00:21:40,840 í fullkominni fleygbogalögun. 295 00:21:43,400 --> 00:21:45,520 Þetta kerfi er nefnt aðlögunarsjóntækni. 296 00:21:45,600 --> 00:21:49,840 Hugmyndin er að vinna á móti og leiðrétta alla aflögun aðalspegilsins 297 00:21:49,920 --> 00:21:54,560 sem á sér stað vegna þyngdarafls, vinds og hitabreytinga. 298 00:21:54,640 --> 00:21:58,240 Þunnur spegill er einnig mun léttari en þykkur. 299 00:21:58,320 --> 00:22:01,440 Þetta þýðir að burðarvirkið, þar á meðal sjónaukastæðið 300 00:22:01,560 --> 00:22:03,440 getur verið mun nettara og léttara. 301 00:22:03,520 --> 00:22:05,560 Og ódýrara! 302 00:22:05,640 --> 00:22:08,360 Þetta er hinn svonefndi 3,6 metra breiði New Technology sjónauki 303 00:22:08,440 --> 00:22:11,760 sem evrópskir stjörnufræðingar létu smíða í lok níunda áratugarins. 304 00:22:11,840 --> 00:22:14,840 Í honum voru prófaðar alls konar tækninýjungar 305 00:22:14,920 --> 00:22:16,120 í sjónaukasmíði. 306 00:22:16,200 --> 00:22:20,960 Sjónaukabyggingin var meira að segja gjörólík dæmigerðum sjónaukahvelfingum. 307 00:22:21,080 --> 00:22:24,240 New Technology sjónaukinn var mjög vel heppnaður. 308 00:22:24,320 --> 00:22:27,280 Það var kominn tími á það að rjúfa sex metra múrinn. 309 00:22:27,600 --> 00:22:31,400 Stjörnustöðin á Mauna Kea er á hæsta fjallinu í Kyrrahafinu 310 00:22:31,480 --> 00:22:34,960 4200 metra yfir sjávarmáli. 311 00:22:36,960 --> 00:22:41,120 Ferðamenn á ströndum Hawaii sleikja sólina og fara á brimbretti. 312 00:22:41,200 --> 00:22:44,520 Hátt uppi í fjöllum þurfa stjörnufræðingar hins vegar að þola kulda 313 00:22:44,600 --> 00:22:51,160 og háloftaveiki þegar þeir reyna að afhjúpa leyndardóma alheimsins. 314 00:22:51,240 --> 00:22:54,120 Keck sjónaukarnir eru meðal stærstu sjónauka í heiminum. 315 00:22:54,200 --> 00:22:59,120 Speglar þeirra eru 10 metrar í þvermál og næfurþunnir. 316 00:22:59,200 --> 00:23:04,040 36 sexhyrndum speglum er raðað upp eins og gólfflísum 317 00:23:04,120 --> 00:23:07,480 og stjórnað af mikilli nákvæmni. 318 00:23:07,560 --> 00:23:11,200 Þetta eru réttnefndir risar sem er eingöngu ætlað að skoða himingeiminn. 319 00:23:11,280 --> 00:23:14,120 Sannkallaðar dómkirkjur vísindanna. 320 00:23:14,200 --> 00:23:16,600 Nótt skellur á Mauna Kea. 321 00:23:16,680 --> 00:23:21,720 Keck sjónaukarnir byrja að safna ljóseindum frá fjarlægum stöðum í alheiminum. 322 00:23:21,800 --> 00:23:24,520 Speglar tvíburasjónaukanna sameinast og verða stærri 323 00:23:24,600 --> 00:23:27,440 en allir sjónaukar sem áður höfðu verið smíðaðir. 324 00:23:27,520 --> 00:23:30,360 Hvað sést í kvöld? 325 00:23:34,680 --> 00:23:39,520 Vetrarbrautir sem rekast saman í milljarða ljósára fjarlægð? 326 00:23:39,600 --> 00:23:45,320 Stjarna í andarslitrunum sem myndar hringþoku? 327 00:23:45,400 --> 00:23:51,040 Ef til vill reikistjarna í öðru sólkerfi þar sem líf gæti verið að finna? 328 00:23:51,120 --> 00:23:55,920 Á Cerro Paranal í Atacama eyðimörkinni í Chile - þurrasta stað í heimi - 329 00:23:55,960 --> 00:24:00,040 er að finna langstærsta stjörnufræðitæki sem smíðað hefur verið: 330 00:24:00,120 --> 00:24:03,560 Europian Very Large Telescope. 331 00:24:16,200 --> 00:24:19,520 Hann er í raun samsettur úr fjórum sjónaukum. 332 00:24:19,600 --> 00:24:22,760 Hver um sig er með 8,2 metra breiðan spegil. 333 00:24:22,840 --> 00:24:24,120 Antu. 334 00:24:24,200 --> 00:24:25,240 Kueyen. 335 00:24:25,320 --> 00:24:26,320 Melipal. 336 00:24:26,400 --> 00:24:27,760 Yepun. 337 00:24:27,840 --> 00:24:33,440 Þetta eru orð Mapuche þjóðflokksins yfir sólina, tunglið, Suðurkrossinn og Venus. 338 00:24:33,520 --> 00:24:37,800 Speglarnir voru mótaðir í Þýskalandi, slípaðir í Frakklandi, sendir til Chile 339 00:24:37,880 --> 00:24:41,240 og fluttir í hægagangi yfir eyðimörkina. 340 00:24:41,320 --> 00:24:44,960 Við sólsetur eru hvelfingar sjónaukans opnaðar. 341 00:24:45,040 --> 00:24:48,560 Ljósi frá stjörnum rignir niður á spegla sjónaukans. 342 00:24:49,280 --> 00:24:52,080 Gerðar eru nýjar uppgötvanir. 343 00:24:55,920 --> 00:24:58,160 Leisigeisli stingst upp í næturhimininn. 344 00:24:58,240 --> 00:25:00,680 Hann varpar gervistjörnu upp í lofthjúpinn 345 00:25:00,760 --> 00:25:03,840 90 km yfir höfði okkar. 346 00:25:03,920 --> 00:25:06,920 Skynjarar mæla hvernig ljós gervistjörnunnar bjagast 347 00:25:06,960 --> 00:25:09,120 vegna ókyrrðar í andrúmsloftinu. 348 00:25:09,200 --> 00:25:12,960 Hraðvirkar tölvur segja því næst til um hvernig sveigjanlegur spegillinn þarf að 349 00:25:13,040 --> 00:25:15,800 breyta lögun sinni til þess að leiðrétta bjögunina. 350 00:25:15,880 --> 00:25:18,960 Í raun stöðvar hann blik stjarnanna. 351 00:25:19,040 --> 00:25:22,600 Þetta kallast aðlögunarsjóntækni og er helsta galdrabrella 352 00:25:22,680 --> 00:25:24,320 nútíma stjörnufræði. 353 00:25:24,400 --> 00:25:28,840 Án hennar væri útsýn okkar til himingeimsins í móðu vegna lofthjúpsins. 354 00:25:28,920 --> 00:25:32,880 Með henni verða myndirnar hins vegar hnífskarpar. 355 00:25:35,480 --> 00:25:39,480 Annað galdratæki er svonefnd víxlmæling. 356 00:25:39,560 --> 00:25:43,360 Hugmyndin gengur út á að beina ljósi frá tveimur aðskildum sjónaukum og 357 00:25:43,440 --> 00:25:46,640 safna því saman í einn punkt en varðveita 358 00:25:46,720 --> 00:25:49,320 bilið á milli ljósbylgjanna. 359 00:25:49,400 --> 00:25:53,160 Ef þetta er framkvæmt af nógu mikilli nákvæmni verður útkoman sú að sjónaukarnir tveir 360 00:25:53,240 --> 00:25:56,600 virka eins og þeir væru hlutar af einum risastórum spegli 361 00:25:56,680 --> 00:25:59,920 sem væri jafnbreiður og fjarlægðin á milli þeirra. 362 00:25:59,960 --> 00:26:04,040 Í raun og veru gefur víxmæling sjónaukanum arnarsjón. 363 00:26:04,120 --> 00:26:07,600 Hún veldur því að litlir sjónaukar geta greint smáatriði 364 00:26:07,680 --> 00:26:12,440 sem mundu einungis sjást í miklu stærri sjónauka. 365 00:26:12,520 --> 00:26:15,600 Keck tvíburasjónaukarnir á Mauna Kea eru reglulega samtengdir 366 00:26:15,680 --> 00:26:17,520 sem víxlmælir. 367 00:26:17,600 --> 00:26:21,440 Í Evrópska risasjónaukanum er hægt að tengja alla fjóra sjónaukana saman. 368 00:26:21,520 --> 00:26:24,760 Til viðbótar við þá eru nokkrir smærri sjónaukar í kring sem geta 369 00:26:24,840 --> 00:26:28,880 slegist í hópinn til þess að skerpa myndina enn frekar. 370 00:26:29,840 --> 00:26:33,400 Fleiri stóra sjónauka er að finna um alla heim. 371 00:26:33,480 --> 00:26:37,480 Subaru og Norður-Gemini á Mauna Kea. 372 00:26:37,560 --> 00:26:42,240 Suður-Gemini og Magellan sjónaukarnir í Chile. 373 00:26:42,320 --> 00:26:46,280 Stóri tvíspeglasjónaukinn í Arizona. 374 00:26:48,200 --> 00:26:50,800 Þeir eru allir byggðir á bestu stöðum sem hægt er að finna. 375 00:26:50,840 --> 00:26:53,720 Hæð og þurrt loft, tærleiki og myrkur. 376 00:26:53,840 --> 00:26:56,640 Augu þeirra eru á stærð við sundlaugar. 377 00:26:56,760 --> 00:27:00,400 Allir eru þeir búnir aðlögunarsjóntækni til þess að vinna gegn truflandi 378 00:27:00,440 --> 00:27:02,080 áhrifum lofthjúpsins. 379 00:27:02,200 --> 00:27:05,960 Stundum ná þeir upplausn á við risavaxinn sjónauka 380 00:27:06,040 --> 00:27:08,640 þökk sé víxlmælingum. 381 00:27:09,680 --> 00:27:11,800 Þetta er það sem þeir hafa sýnt okkur. 382 00:27:11,920 --> 00:27:13,400 Reikistjörnur. 383 00:27:16,600 --> 00:27:18,240 Geimþokur. 384 00:27:19,360 --> 00:27:23,960 Raunverulegar stærðir og bjagaðar skífur nokkurra stjarna. 385 00:27:23,960 --> 00:27:27,160 Kalda reikistjörnu sem snýst umhverfis brúnan dverg. 386 00:27:27,200 --> 00:27:31,480 Risastjörnur sem þeytast í kringum miðjuna á Vetrarbrautinni okkar 387 00:27:31,600 --> 00:27:36,720 vegna þyngdaráhrifa frá risasvartholi. 388 00:27:36,840 --> 00:27:40,400 Við höfum komist talsvert áleiðis síðan á dögum Galileós. 389 00:27:40,000 --> 00:27:44,760 4. Úr silfri í kísil 390 00:27:45,840 --> 00:27:49,000 Fyrir 400 árum, þegar Galileó Galilei vildi sýna öðrum það sem hann 391 00:27:49,120 --> 00:27:53,000 sá í gegnum sjónaukann sinn, varð hann að teikna það upp. 392 00:27:53,120 --> 00:27:56,240 Gígótt yfirborð tunglsins. 393 00:27:56,360 --> 00:28:00,400 Dans tungla Júpíters. 394 00:28:00,520 --> 00:28:02,160 Sólbletti. 395 00:28:02,280 --> 00:28:04,160 Eða stjörnur Óríons. 396 00:28:04,280 --> 00:28:06,720 Hann birti teikningar sínar í lítilli bók sem hann nefndi 397 00:28:06,760 --> 00:28:08,400 Sendiboða stjarnanna. 398 00:28:08,440 --> 00:28:10,800 Þetta var eina leiðin sem hann hafði til að deila uppgötvunum sínum 399 00:28:10,920 --> 00:28:12,400 með öðrum. 400 00:28:12,440 --> 00:28:16,640 Í meira en tvær aldir þurftu stjörnufræðingar einnig að vera listamenn. 401 00:28:16,760 --> 00:28:19,000 Um leið og þeir gægðust í gegnum augnglerin, teiknuðu þeir 402 00:28:19,120 --> 00:28:20,960 nákvæmar myndir af því sem þeir sáu. 403 00:28:21,040 --> 00:28:23,080 Hrjóstrugt landslag tunglsins. 404 00:28:23,200 --> 00:28:25,960 Storma í lofthjúpi Júpíters. 405 00:28:26,040 --> 00:28:29,000 Smágerar gasslæður í fjarlægri stjörnuþoku. 406 00:28:29,120 --> 00:28:32,320 En stundum oftúlkuðu þeir það sem fyrir augu bar. 407 00:28:32,440 --> 00:28:36,560 Dökkar rákir á yfirborði Mars voru taldar vera áveituskurðir 408 00:28:36,680 --> 00:28:39,880 sem bentu til menningarsamfélags á yfirborði rauðu reikistjörnunnar. 409 00:28:39,960 --> 00:28:43,480 Í dag vitum við að áveituskurðirnir voru skynvillur. 410 00:28:43,600 --> 00:28:47,160 Stjörnufræðinga vantaði sárlega hlutlæga aðferð til að varðveita 411 00:28:47,280 --> 00:28:51,480 ljósið sem sjónaukarnir söfnuðu án þess að upplýsingarnar þyrftu fyrst að 412 00:28:51,520 --> 00:28:54,480 flækjast um heila þeirra og út í pennana. 413 00:28:54,600 --> 00:28:57,400 Ljósmyndatæknin kom þeim til bjargar. 414 00:28:58,760 --> 00:29:01,160 Fyrsta daguerreómyndin af tunglinu. 415 00:29:01,200 --> 00:29:03,880 Henry Draper tók hana árið 1840. 416 00:29:03,920 --> 00:29:07,240 Ljósmyndatæknin var innan við 15 ára gömul, en stjörnufræðingar 417 00:29:07,360 --> 00:29:10,880 höfðu þegar áttað sig á byltingarkenndum möguleikum hennar. 418 00:29:10,920 --> 00:29:13,080 En hvernig virkaði ljósmyndunin? 419 00:29:13,120 --> 00:29:17,160 Hinn ljósnæmi hluti ljósmyndaplötunnar innihélt 420 00:29:17,280 --> 00:29:19,400 lítil korn af silfurhalíði. 421 00:29:19,440 --> 00:29:22,160 Lendi ljós á þeim verða þau dökk. 422 00:29:22,200 --> 00:29:24,800 Niðurstaðan var því negatíf ljósmynd af himninum 423 00:29:24,920 --> 00:29:28,080 með dökkum stjörnum á ljósum bakgrunni. 424 00:29:28,200 --> 00:29:31,560 Aðalávinningurinn var sá að hægt er að lýsa ljósmyndaplötu 425 00:29:31,680 --> 00:29:33,960 í margar klukkustundir samfellt. 426 00:29:34,040 --> 00:29:36,720 Þegar horft er upp í næturhimininn með berum augum sem náð hafa að 427 00:29:36,760 --> 00:29:39,640 aðlagast myrkrinu sjást ekki sífellt fleiri 428 00:29:39,680 --> 00:29:42,320 stjörnur þótt horft sé lengur. 429 00:29:42,440 --> 00:29:45,240 Það er aftur á móti hægt með ljósmyndaplötu. 430 00:29:45,360 --> 00:29:48,480 Hægt er að safna saman ljósi samfleytt í margar klukkustundir. 431 00:29:48,600 --> 00:29:52,880 Lengri lýsingartími leiðir því í ljós fleiri og fleiri stjörnur. 432 00:29:52,920 --> 00:29:54,160 Enn fleiri. 433 00:29:54,200 --> 00:29:55,240 Enn fleiri. 434 00:29:55,360 --> 00:29:57,320 Og jafnvel enn fleiri. 435 00:29:58,360 --> 00:30:02,000 Á sjötta áratug tuttugustu aldar var Schmidt sjónaukinn við Palomar stjörnustöðina 436 00:30:02,120 --> 00:30:05,160 notaður til þess að ljósmynda allt norðurhvel himins. 437 00:30:05,280 --> 00:30:10,080 Tæpar 2000 ljósmyndaplötur voru hver um sig lýstar í næstum því klukkustund. 438 00:30:10,120 --> 00:30:12,960 Heill fjársjóður uppgötvana. 439 00:30:12,960 --> 00:30:17,080 Ljósmyndunin breytti stjörnuathugunum í sanna vísindagrein. 440 00:30:17,200 --> 00:30:21,480 Hlutlausa, mælanlega og endurtakanlega. 441 00:30:21,600 --> 00:30:23,240 En silfrið tók sinn tíma. 442 00:30:23,280 --> 00:30:25,480 Þolinmæði var dyggð. 443 00:30:27,120 --> 00:30:29,880 Stafræna byltingin breytti því öllu saman. 444 00:30:29,920 --> 00:30:31,640 Kísill leysti silfur af hólmi. 445 00:30:31,760 --> 00:30:34,480 Dílar komu í stað korna. 446 00:30:36,360 --> 00:30:40,000 Filmur eru jafnvel ekki lengur notaðar í almennum myndavélum. 447 00:30:40,120 --> 00:30:43,560 Þess í stað eru myndir teknar á ljósnæma flögu: 448 00:30:43,600 --> 00:30:47,800 svonefnda CCD myndflögu. 449 00:30:47,920 --> 00:30:51,560 CCD flögur sem stjörnufræðingar nota eru sérstaklega ljósnæmar. 450 00:30:51,680 --> 00:30:54,640 Svo þær verði enn ljósnæmari eru þær kældar langt niður 451 00:30:54,680 --> 00:30:57,960 undir frostmark með fljótandi nitri. 452 00:30:58,040 --> 00:31:00,720 Næstum hver einasta ljóseind er numin. 453 00:31:00,760 --> 00:31:05,640 Það þýðir að lýsingartíminn getur orðið umtalsvert skemmri. 454 00:31:05,760 --> 00:31:09,480 Það sem Palomar stjörnustöðin komst yfir á einni klukkustund 455 00:31:09,600 --> 00:31:13,160 nær CCD myndflaga að fanga á fáeinum mínútum. 456 00:31:13,200 --> 00:31:15,560 Með smærri sjónauka. 457 00:31:15,600 --> 00:31:18,080 Kísilbyltingunni er fjarri því að vera lokið. 458 00:31:18,200 --> 00:31:21,080 Stjörnufræðingar hafa smíðað risastórar CCD myndavélar með 459 00:31:21,200 --> 00:31:23,560 hundruð milljóna punkta upplausn. 460 00:31:23,600 --> 00:31:26,320 En það er fleira í pípunum. 461 00:31:28,120 --> 00:31:32,560 Helsti kostur stafrænna mynda er sá að þær eru jú stafrænar. 462 00:31:32,600 --> 00:31:35,800 Allar myndirnar eru tilbúnar til þess að vera unnar í tölvum. 463 00:31:35,840 --> 00:31:38,800 Stjörnufræðingar nota sérhannaðan hugbúnað til að vinna úr 464 00:31:38,840 --> 00:31:40,880 athugunum sínum. 465 00:31:40,880 --> 00:31:45,080 Með því að teygja og skerpa myndir geta stjörnufræðingar dregið fram daufustu 466 00:31:45,200 --> 00:31:47,640 einkenni stjörnuþoka og vetrarbrauta. 467 00:31:47,760 --> 00:31:51,240 Litastilling eykur og dregur fram smáatriði sem ella 468 00:31:51,280 --> 00:31:53,640 væri nánast útilokað að sjá. 469 00:31:53,680 --> 00:31:57,880 Enn fremur má fella saman nokkrar myndir af sama fyrirbærinu sem 470 00:31:57,920 --> 00:32:00,400 teknar eru í gegnum mismunandi litsíur og útbúa þannig 471 00:32:00,520 --> 00:32:04,320 stórkostlegar ljósmyndir sem sem sem má út mörkin 472 00:32:04,440 --> 00:32:06,720 á milli vísinda og listar. 473 00:32:06,840 --> 00:32:09,880 Þú getur einnig haft hag af stafrænni stjörnufræði. 474 00:32:09,960 --> 00:32:13,960 Aldrei áður hefur verið eins auðvelt að grafa upp og njóta stórfenglegra 475 00:32:13,960 --> 00:32:15,800 ljósmynda af alheiminum. 476 00:32:15,920 --> 00:32:20,080 Með einum músarsmelli má nálgast myndir af alheiminum. 477 00:32:20,680 --> 00:32:24,160 Fjarstýrðir sjónaukar útbúnir næmum ljósmyndaflögum 478 00:32:24,280 --> 00:32:27,800 fylgjast með himninum á hverri nóttu. 479 00:32:27,920 --> 00:32:30,880 Sloan sjónaukinn í Nýju-Mexíkó hefur ljósmyndað 480 00:32:30,960 --> 00:32:34,000 og skrásett meira en hundrað milljón fyrirbæri á næturhimninum 481 00:32:34,120 --> 00:32:38,160 mælt fjarlægðir til milljóna vetrarbrauta og uppgötvað 482 00:32:38,280 --> 00:32:41,480 hundrað þúsund ný dulstirni. 483 00:32:41,520 --> 00:32:44,000 En ein kortlagning dugir ekki. 484 00:32:44,120 --> 00:32:47,400 Alheimurinn tekur sífelldum breytingum. 485 00:32:47,520 --> 00:32:51,240 Halastjörnur koma og fara og skilja eftir sig leifar íss og ryks 486 00:32:51,280 --> 00:32:53,640 á slóð sinni. 487 00:32:53,760 --> 00:32:56,720 Smástirni þjóta framhjá okkur. 488 00:32:56,840 --> 00:33:00,560 Fjarlægar reikistjörnur ferðast umhverfis móðurstjörnu sína 489 00:33:00,680 --> 00:33:02,880 og draga tímabundið úr birtu stjörnunnar. 490 00:33:02,960 --> 00:33:08,800 Sprengistjörnur deyja á sama tíma og stjörnur fæðast annars staðar. 491 00:33:08,840 --> 00:33:17,960 Tifstirni tifa, gammablossar kvikna og svarthol sópa að sér efni. 492 00:33:18,040 --> 00:33:21,720 Til að skrásetja þessa miklu leikþætti náttúrunnar, vilja stjörnufræðingar 493 00:33:21,840 --> 00:33:25,240 helst yfirfara allt himinhvolfið einu sinni á hverju ári. 494 00:33:25,360 --> 00:33:26,840 Eða einu sinni í mánuði. 495 00:33:26,920 --> 00:33:28,640 Eða tvisvar í viku. 496 00:33:28,680 --> 00:33:33,800 Það er í það minnsta metnaðarfullt markmið Large Synoptic Survey sjónaukans. 497 00:33:33,920 --> 00:33:39,400 Verði smíði hans lokið árið 2015 mun þriggja gígapixla myndavélin 498 00:33:39,440 --> 00:33:42,080 opnar nýjan glugga út í alheiminn. 499 00:33:42,200 --> 00:33:45,960 Þessi spegilsjónauki fullnægir sannarlega draumum stjörnufræðinga þar sem hann 500 00:33:46,040 --> 00:33:51,080 ljósmyndar næstum allt himinhvolfið á þriggja nátta fresti. 501 00:33:56,000 --> 00:34:00,760 5. Að sjá hið ósýnilega 502 00:34:02,360 --> 00:34:05,080 Þegar þú hlustar á uppáhalds tónlistina þína greina eyrun 503 00:34:05,160 --> 00:34:08,800 mjög breitt tíðnibil frá dýpstu bassatónum 504 00:34:08,920 --> 00:34:12,120 upp í hæstu tónhæð. 505 00:34:12,200 --> 00:34:14,960 Ímyndaðu þér nú að eyru þín næmu einungis tóna á mjög afmörkuðu 506 00:34:15,360 --> 00:34:16,920 tíðnibili. 507 00:34:16,960 --> 00:34:19,520 Þú myndir missa af stærstum hluta af bestu tónlistinni! 508 00:34:19,600 --> 00:34:23,000 Þetta eru hins vegar aðstæðurnar sem stjörnufræðingar þurfa að glíma við. 509 00:34:23,080 --> 00:34:26,160 Augu okkar eru einungis næm fyrir mjög þröngu 510 00:34:26,240 --> 00:34:29,000 tíðnibili ljósgeisla sem er sýnilegt ljós. 511 00:34:29,080 --> 00:34:31,560 En við erum algerlega blind á alla aðra 512 00:34:31,640 --> 00:34:33,600 rafsegulgeislun. 513 00:34:33,680 --> 00:34:36,640 Samt eru mörg fyrirbæri í alheiminum sem senda frá sér 514 00:34:36,720 --> 00:34:39,960 geislun á öðrum sviðum rafsegulrófsins. 515 00:34:40,040 --> 00:34:43,760 Til dæmis uppgötvaðist fyrir slysni á fjórða áratugnum 516 00:34:43,840 --> 00:34:47,240 að útvarpsbylgjur berast utan úr himingeimnum. 517 00:34:47,320 --> 00:34:49,960 Hluti útvarpsbylgjanna hefur sömu tíðni og uppáhalds 518 00:34:50,040 --> 00:34:53,160 útvarpsstöðin þín, en þær eru daufari og að sjálfsögðu 519 00:34:53,240 --> 00:34:55,280 er ekkert þar að heyra. 520 00:34:56,520 --> 00:34:59,960 Til þess að geta stillt sig inn á útvarpsbylgjur utan úr geimnum þarftu einhvers konar 521 00:35:00,040 --> 00:35:02,560 móttakara: útvarpssjónauka. 522 00:35:02,680 --> 00:35:06,960 Fyrir flestar bylgjulengdir er útvarpssjónaukinn disklaga 523 00:35:07,040 --> 00:35:10,080 Svipað og spegillinn í venjulegum spegilsjónauka. 524 00:35:10,200 --> 00:35:14,400 En vegna þess að útvarpsbylgjur eru miklu lengri en bylgjur sýnilegs ljóss 525 00:35:14,440 --> 00:35:17,240 þarf yfirborð disksins ekki að vera jafnslétt 526 00:35:17,360 --> 00:35:19,000 og yfirborð spegils. 527 00:35:19,120 --> 00:35:21,640 Þetta er ástæðan fyrir því að það er miklu auðveldara að smíða 528 00:35:21,680 --> 00:35:26,800 stóran útvarpssjónauka en stóran sjónauka fyrir venjulegt ljós. 529 00:35:26,840 --> 00:35:30,960 Einnig er miklu auðveldara að nota víxlmælingar í útvarpsstjörnufræði. 530 00:35:30,960 --> 00:35:34,080 Með þeim er hægt að sjá miklu fleiri smáatriði 531 00:35:34,120 --> 00:35:37,960 með því að tengja saman geislun frá tveimur aðskildum sjónaukum, rétt eins og 532 00:35:38,040 --> 00:35:41,560 þeir væru hlutar af sama risastóra disknum. 533 00:35:41,600 --> 00:35:44,640 Very Large Array sjónaukinn í Nýju-Mexíkó er til dæmis samsettur úr 534 00:35:44,680 --> 00:35:49,720 27 aðskildum skermum sem hver um sig er 25 metra breiður. 535 00:35:49,760 --> 00:35:52,960 Hægt er að hreyfa hvern skerm um sig og 536 00:35:53,040 --> 00:35:56,400 í ystu stöðu geta þeir líkt eftir loftnetsdiski 537 00:35:56,520 --> 00:36:00,800 sem væri 36 kílómetrar í þvermál. 538 00:36:00,920 --> 00:36:03,560 En hvernig lítur útvarpsgeislunin frá alheiminum út? 539 00:36:03,680 --> 00:36:08,000 Til þess að byrja með sendir sólin okkar frá sér mjög bjarta útvarpsgeislun. 540 00:36:08,120 --> 00:36:10,720 Sama má segja um miðju Vetrarbrautarinnar. 541 00:36:10,760 --> 00:36:12,400 En það er fleira að sjá. 542 00:36:12,520 --> 00:36:16,480 Tifstjörnur eru mjög þéttar leifar stjarna sem senda frá sér útvarpsbylgjur 543 00:36:16,520 --> 00:36:18,640 í örmjóum geisla. 544 00:36:18,680 --> 00:36:21,800 Þessu til viðbótar snúast þær allt upp í nokkur hundruð 545 00:36:21,840 --> 00:36:23,720 snúninga á sekúndu. 546 00:36:23,760 --> 00:36:27,800 Þannig líta tifstjörnur út eins og geislar frá útvarpsvitum. 547 00:36:27,920 --> 00:36:31,320 Við sjáum stafa frá þeim mjög reglulegum og hröðum 548 00:36:31,360 --> 00:36:34,320 runum af mjög stuttum útvarpsbylgjutifum. 549 00:36:34,440 --> 00:36:36,640 Af þeim draga þær nafn sitt. 550 00:36:36,680 --> 00:36:39,320 Útvarpsuppsprettan Kassíópeia A er í raun 551 00:36:39,440 --> 00:36:43,640 leifar sprengistjörnu sem sást springa á 17. öld. 552 00:36:43,680 --> 00:36:48,240 Kentárus A, Cygnus A og Virgo A eru allar risavetrarbrautir sem 553 00:36:48,280 --> 00:36:50,640 senda frá sér gríðarlega skammta af útvarpsbylgjum. 554 00:36:50,680 --> 00:36:55,960 Hver þessara vetrarbrauta er knúin áfram af risasvartholi í kjarnanum. 555 00:36:56,040 --> 00:37:00,000 Sumar af þessum útvarpsvetrarbrautum og dulstirnum eru svo öflug að 556 00:37:00,120 --> 00:37:05,320 hægt er að greina merki frá þeim í 10 milljarða ljósára fjarlægð. 557 00:37:05,360 --> 00:37:08,880 Þessu til viðbótar er dauft stuttbylgjusuð 558 00:37:08,960 --> 00:37:11,320 sem fyllir allan alheiminn. 559 00:37:11,360 --> 00:37:14,160 Það gengur undir heitinu örbylgjukliðurinn 560 00:37:14,200 --> 00:37:16,400 og er bergmál frá miklahvelli. 561 00:37:16,440 --> 00:37:20,560 Eftirskinið af heitu upphafi alheimsins. 562 00:37:22,120 --> 00:37:26,400 Sérhver hluti rafsegulrófsins hefur sína sögu að segja. 563 00:37:26,440 --> 00:37:29,960 Bylgjur með öldulengd upp á millimetra eða styttri eru notaðar til þess að skoða 564 00:37:29,960 --> 00:37:33,080 myndun vetrarbrauta skömmu eftir upphaf alheimsins og uppruna 565 00:37:33,200 --> 00:37:37,240 stjarna og reikistjarna í Vetrarbrautinni okkar. 566 00:37:37,280 --> 00:37:41,400 Mest af þessari geislun stöðvast hins vegar vegna vatnsgufu í andrúmsloftinu. 567 00:37:41,520 --> 00:37:44,400 Til þess að kanna geislunina þarf að fara hátt upp í þurrt loftslag. 568 00:37:44,440 --> 00:37:47,320 Til dæmis til Llano de Chajnantor. 569 00:37:47,440 --> 00:37:50,960 Í fimm kílómetra hæð yfir sjávarmáli er þessi yfirnáttúrulega háslétta 570 00:37:50,960 --> 00:37:53,960 í norðurhluta Chile byggingarsvæði fyrir ALMA: 571 00:37:54,040 --> 00:37:56,880 Atacama Large Millimeter Array. 572 00:37:56,920 --> 00:38:01,880 Þegar byggingu ALMA lýkur árið 2014 verður hún stærsta 573 00:38:01,920 --> 00:38:04,320 stjörnustöð sem byggð hefur verið. 574 00:38:04,840 --> 00:38:09,960 64 skermar, þar sem hver um sig vegur 100 tonn, munu virka sem einn. 575 00:38:09,960 --> 00:38:13,880 Risaflutningabílar munu dreifa þeim um svæði á stærð við London til þess að 576 00:38:13,960 --> 00:38:16,800 auka við smáatriði í myndinni eða færa þá saman til þess að 577 00:38:16,880 --> 00:38:19,000 ná víðara sjónsviði. 578 00:38:19,120 --> 00:38:23,240 Sérhver færsla verður framkvæmd með nákvæmni upp á millimetra. 579 00:38:24,680 --> 00:38:28,160 Mörg fyrirbæri í alheiminum lýsa einnig á innrauða sviðinu. 580 00:38:28,280 --> 00:38:31,960 William Herschel uppgötvaði innrauða geislun sem einnig er nefnd 581 00:38:32,040 --> 00:38:36,720 hitageislun því að hún streymir frá tiltölulega heitum fyrirbærum, 582 00:38:36,760 --> 00:38:39,080 meðal annars mannslíkamanum. 583 00:38:41,840 --> 00:38:45,240 Það gæti verið að þú kannist betur við innrauða geislun en mætti halda 584 00:38:45,360 --> 00:38:48,240 því að á jörðu niðri er svona geislun notuð í 585 00:38:48,360 --> 00:38:51,160 næturgleraugum og myndavélum. 586 00:38:51,280 --> 00:38:55,160 En til þess að greina daufu innrauðu geislunina frá fjarlægum fyrirbærum þurfa stjörnufræðingar 587 00:38:55,280 --> 00:38:58,960 mjög næm mælitæki sem eru kæld niður í nokkrar gráður 588 00:38:59,040 --> 00:39:04,000 yfir alkuli til þess að bæla niður hitageislun frá tækjunum sjálfum. 589 00:39:06,920 --> 00:39:11,720 Nú eru flestir stórir sjónaukar einnig búnir innrauðum myndavélum. 590 00:39:11,760 --> 00:39:15,320 Þær gera okkur kleift að sjá í gegnum rykský og birta okkur 591 00:39:15,440 --> 00:39:20,240 nýmyndaðar stjörnur inni í skýjunum sem ekki er hægt að sjá í venjulegu ljósi. 592 00:39:20,280 --> 00:39:25,080 Tökum sem dæmi þessa venjulegu mynd af stjörnumyndunarþoku í Óríon. 593 00:39:25,200 --> 00:39:27,400 Glöggt má sjá hve ólík hún er þegar horft er á hana í gegnum 594 00:39:27,520 --> 00:39:30,080 innrauða myndavél. 595 00:39:30,200 --> 00:39:33,320 Það er einnig mjög gagnlegt að geta séð innrauða geislun við rannsóknir á 596 00:39:33,360 --> 00:39:35,960 fjarlægustu vetrarbrautunum. 597 00:39:35,960 --> 00:39:41,000 Nýmynduðu stjörnurnar í ungri vetrarbraut senda frá sér skært útfjólublátt ljós. 598 00:39:41,120 --> 00:39:45,000 Útfjólubláa ljósið þarf síðan að ferðast í milljarða ára um 599 00:39:45,120 --> 00:39:46,640 alheim sem stöðugt þenst út. 600 00:39:46,760 --> 00:39:50,560 Útþenslan teygir á ljósbylgjunum svo að þegar við nemum þær 601 00:39:50,600 --> 00:39:55,240 hafa þær færst alla leið yfir á nær-innrauða sviðið. 602 00:39:56,600 --> 00:40:00,240 Þetta nýtískulega tæki er MAGIC sjónaukinn á La Palma. 603 00:40:00,360 --> 00:40:02,960 Hann skimar yfir himininn í leit að gammageislum, 604 00:40:02,960 --> 00:40:06,800 orkumesta formi geislunar í náttúrunni. 605 00:40:08,360 --> 00:40:10,960 Sem betur fer sleppa banvænir gammageislar ekki í gegnum 606 00:40:10,960 --> 00:40:12,320 lofthjúp jarðar. 607 00:40:12,360 --> 00:40:16,000 Þeir skilja á hinn bóginn eftir sig slóð sem stjörnufræðingar geta rakið. 608 00:40:16,120 --> 00:40:19,000 Eftir að þeir rekast á lofthjúpinn mynda þeir flóð 609 00:40:19,120 --> 00:40:20,640 orkumikilla agna. 610 00:40:20,760 --> 00:40:25,320 Þær framkalla síðan daufan bjarma sem MAGIC getur séð. 611 00:40:26,920 --> 00:40:30,640 Hér er Pierre Auger stjörnustöðin í Argentínu. 612 00:40:30,680 --> 00:40:33,080 Hún virðist ekki einu sinni líta út fyrir að vera sjónauki. 613 00:40:33,120 --> 00:40:38,960 Pierre Auger er sett saman úr 1600 mælum sem dreift er yfir 3000 614 00:40:38,960 --> 00:40:40,240 ferkílómetra svæði. 615 00:40:40,360 --> 00:40:44,560 Þeir safna agnaflóðinu frá geimgeislum sem berast frá fjarlægum sprengistjörnum 616 00:40:44,600 --> 00:40:46,480 og svartholum. 617 00:40:47,680 --> 00:40:52,400 Og hvað með fiseindasjónauka sem eru í námum djúpt í jörðu eða undir 618 00:40:52,520 --> 00:40:55,720 yfirborði sjávar eða í ísnum á Suðurskautinu? 619 00:40:55,840 --> 00:40:57,880 Geta þeir einnig kallast sjónaukar? 620 00:40:57,960 --> 00:40:59,400 Af hverju ekki? 621 00:40:59,520 --> 00:41:03,800 Þeir kanna himingeiminn jafnvel þótt þeir safni ekki upplýsingum frá 622 00:41:03,840 --> 00:41:06,080 rafsegulrófinu. 623 00:41:06,120 --> 00:41:09,880 Fiseindir eru örfínar agnir sem myndast í sólinni 624 00:41:09,960 --> 00:41:12,240 og sprengistjörnum. 625 00:41:12,360 --> 00:41:15,800 Þær mynduðust meira að segja í sjálfum miklahvelli. 626 00:41:15,920 --> 00:41:20,640 Ólíkt öðrum öreindum geta fiseindir komist í gegnum 627 00:41:20,680 --> 00:41:25,640 efni, ferðast á næstum því ljóshraða og þær hafa enga rafhleðslu. 628 00:41:25,760 --> 00:41:30,240 Þótt erfitt geti reynst að rannsaka þessar eindir er nóg til af þeim. 629 00:41:30,280 --> 00:41:34,160 Á hverri sekúndu fara 50 trilljón fiseindir frá sólinni 630 00:41:34,200 --> 00:41:36,560 í gegnum líkama þinn. 631 00:41:36,680 --> 00:41:40,800 Loks hafa stjörnufræðingar og eðlisfræðingar sameinast um að smíða 632 00:41:40,920 --> 00:41:42,640 þyngdarbylgjunema. 633 00:41:42,680 --> 00:41:46,640 Þessir sjónaukar skoða hvorki geislun né fanga eindir. 634 00:41:46,680 --> 00:41:51,240 Þess í stað mæla þeir örlitlar gárur í tímarúminu - 635 00:41:51,280 --> 00:41:56,960 hugtak sem spáð var fyrir um í afstæðiskenningu Albert Einstein. 636 00:41:57,040 --> 00:42:01,160 Með ótrúlega fjölbreyttum tækjakosti hafa stjörnufræðingar opnað heim 637 00:42:01,200 --> 00:42:06,960 alls rafsegulrófsins og komist jafnvel enn lengra. 638 00:42:07,040 --> 00:42:11,240 Sumar athuganir er þó einfaldlega ekki hægt að framkvæma á jörðu niðri. 639 00:42:11,280 --> 00:42:12,800 Hvert er svarið við því? 640 00:42:12,920 --> 00:42:15,240 Geimsjónaukar. 641 00:42:22,000 --> 00:42:26,560 6. Handan jarðarinnar 642 00:42:28,560 --> 00:42:30,400 Hubble geimsjónaukinn. 643 00:42:30,480 --> 00:42:33,360 Langþekktasti sjónauki sögunnar. 644 00:42:33,440 --> 00:42:34,800 Og skal engan undra. 645 00:42:34,880 --> 00:42:38,560 Hubble sjónaukinn hefur gerbreytt mörgum sviðum stjarnvísinda. 646 00:42:38,640 --> 00:42:42,040 Raunar er spegill Hubble sjónaukans heldur lítill á nútímamælikvarða. 647 00:42:42,120 --> 00:42:45,040 Hann er aðeins um 2,4 metrar í þvermál. 648 00:42:45,120 --> 00:42:48,640 En staðsetning hans er einfaldlega einstök. 649 00:42:48,720 --> 00:42:52,360 Handan við þokukenndan lofthjúpinn hefur hann óvenju 650 00:42:52,440 --> 00:42:54,600 skarpa sýn á heiminn. 651 00:42:54,680 --> 00:42:59,360 En auk þess getur Hubble sjónaukinn séð útfjólublátt og innrautt ljós. 652 00:42:59,440 --> 00:43:02,480 Sjónaukar niðri á jörðu geta ekki séð þessa geislun þar sem 653 00:43:02,560 --> 00:43:05,880 andrúmsloftið skyggir á hana. 654 00:43:05,960 --> 00:43:09,880 Myndavélar og litrófsmælar, sumir á stærð við símaklefa 655 00:43:09,960 --> 00:43:14,600 rannsaka í þaula og skrásetja ljós frá fjarlægum lendum alheimsins. 656 00:43:14,680 --> 00:43:19,320 Líkt og sjónaukar á jörðu niðri er Hubble sjónaukinn uppfærður af og til. 657 00:43:19,400 --> 00:43:22,760 Geimfarar þjónusta hann í geimgöngum. 658 00:43:22,840 --> 00:43:24,440 Laskaðir hlutar eru endurnýjaðir. 659 00:43:24,520 --> 00:43:27,000 Og eldri tæki eru leyst af hólmi með nýrri og 660 00:43:27,080 --> 00:43:29,800 nútímalegri tækni. 661 00:43:29,880 --> 00:43:33,280 Hubble sjónaukinn er orðinn að aflstöð stjörnuathugana. 662 00:43:33,360 --> 00:43:37,240 Og hann hefur gjörbreytt skilningi okkar á alheiminum. 663 00:43:39,840 --> 00:43:44,800 Með haukfránni sjón, hefur Hubble sjónaukinn fylgst með árstíðaskiptum á Mars 664 00:43:45,920 --> 00:43:48,800 árekstri halastjörnu við Júpíter 665 00:43:50,520 --> 00:43:53,880 hringum Satúrnusar á rönd 666 00:43:56,920 --> 00:44:00,400 og jafnvel yfirborði hins agnarsmáa Plútó. 667 00:44:00,480 --> 00:44:06,320 Hann hefur afhjúpað æviferil stjarna, frá fæðingu þeirra og bernsku 668 00:44:06,600 --> 00:44:12,560 í fóstri rykmettaðra gasskýja, allt til endaloka þeirra: 669 00:44:12,640 --> 00:44:17,800 sem fíngerðra þoka sem þenjast hægt út í geiminn frá deyjandi stjörnum 670 00:44:17,920 --> 00:44:24,960 eða sem ógurlegra sprengistjarna sem skína jafnvel skærar en vetrarbrautir. 671 00:44:25,040 --> 00:44:28,960 Djúpt í Sverðþoku Óríons, sá Hubble sjónaukinn meira að segja fæðingarstað nýrra 672 00:44:29,040 --> 00:44:34,080 sólkerfa: rykskífur umhverfis nýkviknaðar sólstjörnur sem gætu brátt 673 00:44:34,120 --> 00:44:36,080 safnast saman í reikistjörnur. 674 00:44:36,200 --> 00:44:40,320 Geimsjónaukinn hefur rannsakað þúsundir sólstjarna í gríðarstórum kúluþyrpingum 675 00:44:40,440 --> 00:44:45,960 elstu stjörnueiningum alheimsins. 676 00:44:46,040 --> 00:44:48,320 Og að sjálfsögðu vetrarbrautir. 677 00:44:48,440 --> 00:44:51,960 Aldrei áður hafa stjörnufræðingar séð svo mörg smáatriði. 678 00:44:51,960 --> 00:44:58,800 Mikilfenglegir þyrilarmar, rykský, ofsafengnir árekstrar. 679 00:45:01,040 --> 00:45:05,480 Með löngum lýsingartíma á auðum svæðum himinhvelfingarinnar, komu í ljós 680 00:45:05,520 --> 00:45:10,080 þúsundir daufra vetrarbrauta milljarða ljósára í burtu. 681 00:45:10,120 --> 00:45:13,960 Ljóseindir sem lögðu af stað þegar heimurinn var enn mjög ungur. 682 00:45:14,040 --> 00:45:18,400 Gluggi inn í fjarlæga fortíð sem varpar nýju ljósi á 683 00:45:18,440 --> 00:45:21,560 alheim í sífelldri þróun. 684 00:45:22,200 --> 00:45:24,880 Hubble sjónaukinn er ekki eini sjónaukinn í geimnum. 685 00:45:24,920 --> 00:45:29,800 Þetta er Spitzer geimsjónauki NASA, skotið á loft í ágúst 2003. 686 00:45:29,920 --> 00:45:33,720 Á vissan hátt er hann jafngildur Hubble sjónaukanum á innrauða sviðinu. 687 00:45:33,760 --> 00:45:37,960 Spegill Spitzer sjónaukans er aðeins 85 sentímetrar í þvermál. 688 00:45:37,960 --> 00:45:41,080 En sjónaukinn er í vari bak við hitaskjöld sem hlífir honum 689 00:45:41,200 --> 00:45:42,480 fyrir sólinni. 690 00:45:42,520 --> 00:45:47,160 Skynjarar hans eru faldir í loftþéttri flösku fylltri af helíumvökva. 691 00:45:47,200 --> 00:45:50,080 Þar eru skynjararnir kældir niður í örfáar gráður 692 00:45:50,200 --> 00:45:51,800 yfir alkuli. 693 00:45:51,920 --> 00:45:55,560 Það gerir þá ofurnæma. 694 00:45:55,680 --> 00:45:58,720 Spitzer hefur svipt hulunni af rykugum heimi. 695 00:45:58,760 --> 00:46:02,560 Dökk, ógagnsæ rykský glóa í innrauðu ljósi, þegar þau hitna 696 00:46:02,680 --> 00:46:04,560 innan frá. 697 00:46:04,600 --> 00:46:08,720 Höggbylgjur frá árekstrum vetrarbrauta þyrla upp ryki í hringlaga svæði 698 00:46:08,760 --> 00:46:13,480 og flóðkraftar mynda ný svæði umfangsmikillar stjörnumyndunar. 699 00:46:15,520 --> 00:46:19,080 Ryk verður einnig til eftir endalok sólstjarna. 700 00:46:19,200 --> 00:46:23,080 Spitzer sjónaukinn sýndi að stjörnuþokur og leifar sprengistjarna eru hlaðnar 701 00:46:23,200 --> 00:46:28,320 rykögnum sem eru nauðsynlegar byggingareiningar seinni tíma reikistjarna. 702 00:46:28,440 --> 00:46:32,080 Á öðrum bylgjulengdum innrauðs ljóss, getur Spitzer séð í gegnum rykský 703 00:46:32,200 --> 00:46:37,720 og afhjúpað stjörnurnar inni í þeim, faldar í myrkum kjörnum skýjanna. 704 00:46:37,840 --> 00:46:40,960 Loks hafa litrófsmælar geimsjónaukans rannsakað 705 00:46:40,960 --> 00:46:44,880 andrúmsloft reikistjarna utan okkar sólkerfis - gasrisa eins og Júpíters 706 00:46:44,920 --> 00:46:48,880 sem geysast umhverfis móðurstjörnur sínar á aðeins örfáum dögum. 707 00:46:50,680 --> 00:46:52,880 En hvað með röntgengeisla og gammageisla? 708 00:46:52,920 --> 00:46:55,560 Lofthjúpur jarðar stöðvar þá nánast alfarið. 709 00:46:55,680 --> 00:46:59,160 Svo að án sjónauka í geimnum, væru stjörnufræðingar alveg blindir 710 00:46:59,200 --> 00:47:02,080 gagnvart þessum tegundum geislunar. 711 00:47:03,680 --> 00:47:07,080 Geimsjónaukar sem skoða röntgengeisla og gammageisla, afhjúpa hinn heita 712 00:47:07,120 --> 00:47:11,800 orkuríka og hamslausa heim vetrarbrautaþyrpinga, svarthola 713 00:47:11,840 --> 00:47:16,080 sprengistjarna og vetrarbrautaárekstra. 714 00:47:18,760 --> 00:47:20,840 Það er þó afar erfitt að smíða þá. 715 00:47:20,920 --> 00:47:24,440 Orkurík geislun smígur beint í gegnum venjulega spegla. 716 00:47:24,520 --> 00:47:29,680 Röntgengeislum er aðeins hægt að safna með uppröðuðum spegilskeljum úr skíragulli. 717 00:47:29,760 --> 00:47:33,120 Gammageislar eru svo rannsakaðir með nýtísku opmyndavélum 718 00:47:33,200 --> 00:47:36,560 eða stöflum af sindurnemum sem gefa frá sér örstutta ljósblossa 719 00:47:36,640 --> 00:47:39,680 þegar gammageisli fellur á þá. 720 00:47:40,960 --> 00:47:45,120 Á tíunda áratugnum starfrækti NASA Compton gammageislagervitunglið. 721 00:47:45,200 --> 00:47:48,280 Á þeim tíma, var það stærsta og umfangsmesta vísindagervitungl 722 00:47:48,360 --> 00:47:49,880 sem hafði nokkurn tíma verið skotið upp. 723 00:47:49,960 --> 00:47:53,120 Fullbúin rannsóknarstofa í eðlisfræði úti í geimnum. 724 00:47:53,200 --> 00:47:56,480 Árið 2008 var Compton skipt út fyrir GLAST: 725 00:47:56,560 --> 00:48:00,520 Stóra gammageisla-geimsjónaukann. 726 00:48:00,600 --> 00:48:04,120 Hann mun rannsaka allt á háorkusviði heimsins frá hulduefni 727 00:48:04,200 --> 00:48:06,520 til tifstjarna. 728 00:48:08,440 --> 00:48:12,360 Á meðan hafa stjarnfræðingar tvo röntgensjónauka í geimnum. 729 00:48:12,440 --> 00:48:17,400 Chandra röntgensjónaukinn frá NASA og XMM-Newton sjónaukinn frá ESA 730 00:48:17,480 --> 00:48:21,480 rannsaka báðir heitustu svæði alheimsins. 731 00:48:23,960 --> 00:48:27,680 Svona lítur himininn út á röntgensviðinu. 732 00:48:27,760 --> 00:48:32,160 Útþöndu fyrirbærin eru gasský, hituð upp í milljónir gráða af 733 00:48:32,240 --> 00:48:35,680 þrýstibylgjum í leifum sprengistjarna. 734 00:48:35,760 --> 00:48:39,960 Björtu uppspretturnar eru röntgengeisla-tvístirni: nifteindastjörnur eða 735 00:48:39,960 --> 00:48:43,640 svarthol sem soga til sín efni frá fylgistjörnu sinni. 736 00:48:43,720 --> 00:48:47,280 Þetta heita, innfallandi gas gefur frá sér röntgengeislun. 737 00:48:47,360 --> 00:48:51,560 Eins afhjúpa röntgensjónaukar gríðarlega umfangsmikil svarthol í 738 00:48:51,640 --> 00:48:53,760 kjörnum fjarlægra vetrarbrauta. 739 00:48:53,840 --> 00:48:57,800 Efni sem hringsnýst inn á við verður nógu heitt til að lýsa í röntgensviðinu 740 00:48:57,880 --> 00:49:02,160 rétt áður en það fellur inn í svartholið og úr augsýn. 741 00:49:02,240 --> 00:49:06,840 Heitt en þunnt gas fyllir einnig geiminn á milli vetrarbrauta 742 00:49:06,920 --> 00:49:08,320 í vetrarbrautaþyrpingum. 743 00:49:08,400 --> 00:49:12,240 Stundum verður þetta innra gas fyrir þrýstibylgjum og enn frekari upphitun 744 00:49:12,320 --> 00:49:16,480 vegna árekstra og sameiningar vetrarbrautaþyrpinga. 745 00:49:16,560 --> 00:49:20,760 Gammablossar eru jafnvel enn áhugaverðari sem orkumestu atburðir 746 00:49:20,840 --> 00:49:22,600 í alheiminum. 747 00:49:22,680 --> 00:49:26,920 Þetta eru hamfarasprengingar sem marka endalok gríðarþungra stjarna 748 00:49:26,960 --> 00:49:28,760 sem snúast mjög hratt. 749 00:49:28,840 --> 00:49:32,760 Á minna en einni sekúndu, losnar meiri orka úr læðingi en sólin okkar losar 750 00:49:32,840 --> 00:49:35,760 á 10 milljörðum ára. 751 00:49:38,200 --> 00:49:42,160 Hubble, Spitzer, Chandra, XMM-Newton og GLAST 752 00:49:42,240 --> 00:49:44,600 eru allt fjölhæfir risar. 753 00:49:44,680 --> 00:49:47,640 En sumir geimsjónaukar eru mun smærri og hafa miklu 754 00:49:47,720 --> 00:49:49,240 einbeittari markmið. 755 00:49:49,320 --> 00:49:51,280 Lítið til dæmis á COROT. 756 00:49:51,360 --> 00:49:54,880 Þetta franska gervitungl er ætlað til rannsókna á stjörnuskjálftafræði og 757 00:49:54,960 --> 00:49:56,880 reikistjörnum utan okkar sólkerfis. 758 00:49:56,960 --> 00:50:01,240 Eða Swift gervitunglið frá NASA, sameiginleg röntgen- og gammageislarannsóknarstöð 759 00:50:01,320 --> 00:50:05,720 hönnuð til að afhjúpa leyndardóma gammablossa. 760 00:50:05,800 --> 00:50:10,160 Einnig er vert að geta WMAP, Wilkinson örbylgjukannans. 761 00:50:10,240 --> 00:50:13,840 Eftir að hafa aðeins verið tvö ár í geimnum hafði hann kortlagt 762 00:50:13,920 --> 00:50:17,280 bakgrunnsgeislunina með nákvæmni sem ekki hafði áður sést. 763 00:50:17,360 --> 00:50:21,200 WMAP gaf heimsfræðingum bestu sýn til eins af elstu stigum 764 00:50:21,280 --> 00:50:26,680 alheimsins, fyrir meira en 13 milljörðum ára. 765 00:50:26,760 --> 00:50:29,640 Að opna himingeiminn hefur reynst ein 766 00:50:29,720 --> 00:50:32,240 stórkostlegasta þróunin í sögu sjónaukans. 767 00:50:32,320 --> 00:50:34,760 Hvað kemur næst? 768 00:50:37,800 --> 00:50:40,680 7. Hvað kemur næst? 769 00:50:42,680 --> 00:50:45,480 Í Arizona hefur fyrsti spegillinn verið smíðaður fyrir 770 00:50:45,560 --> 00:50:47,400 Stóra Magellan sjónaukann. 771 00:50:47,480 --> 00:50:50,680 Þetta gríðarstóra tæki verður reist í Las Campanas 772 00:50:50,760 --> 00:50:52,360 stjörnustöðinni í Chile. 773 00:50:52,440 --> 00:50:56,040 Hinum sjö speglum sjónaukans sem hver um sig er vel yfir átta metra í þvermál 774 00:50:56,120 --> 00:50:59,200 verður raðað upp eins og krónublöðum á blómi. 775 00:50:59,280 --> 00:51:02,200 Og saman munu þeir safna meira en fjórfalt meira 776 00:51:02,280 --> 00:51:05,799 ljósmagni en nokkur núverandi sjónauki hefur möguleika á. 777 00:51:05,880 --> 00:51:10,240 Þrjátíu metra Kaliforníusjónaukinn sem ráðgert er að smíða 2015 778 00:51:10,320 --> 00:51:13,080 er líkari tröllvaxinni útgáfu af Keck sjónaukanum. 779 00:51:13,160 --> 00:51:16,360 Hundruð stakra parta mynda gríðarstóran spegil 780 00:51:16,440 --> 00:51:20,520 jafnháan og sex hæða íbúðahús. 781 00:51:20,600 --> 00:51:25,320 Í Evrópu eru teikningar tilbúnar fyrir hinn evrópska Extremely Large Telescope. 782 00:51:25,799 --> 00:51:29,160 42 metra breiður verður spegill hans jafnstór og 783 00:51:29,240 --> 00:51:32,640 ólympíusundlaug - tvisvar sinnum stærri en yfirborð 784 00:51:32,720 --> 00:51:34,840 Þrjátíu metra sjónaukans. 785 00:51:34,920 --> 00:51:39,400 Þessi ferlíki framtíðarinnar, gerð til rannsókna á innrauða sviðinu, verða 786 00:51:39,480 --> 00:51:44,160 öll útbúin næmum tækjum og með aðlögunarsjóntækni. 787 00:51:44,240 --> 00:51:46,840 Þau munu afhjúpa allra fyrstu kynslóð vetrarbrauta 788 00:51:46,920 --> 00:51:50,120 og stjarna í sögu alheimsins. 789 00:51:50,200 --> 00:51:53,120 Enn fremur munu þau ef til vill láta okkur í té fyrstu raunverulegu myndina 790 00:51:53,200 --> 00:51:56,160 af reikistjörnu í öðru sólkerfi. 791 00:51:56,240 --> 00:52:00,000 Í útvarpsstjörnufræði eru 42 metrar smámunir. 792 00:52:00,080 --> 00:52:02,720 Þar eru mörg smærri tæki tengd saman til að líkja eftir 793 00:52:02,799 --> 00:52:05,080 mun stærri viðtaka. 794 00:52:05,160 --> 00:52:08,799 Í Hollandi er Low Frequency Array, eða LOFAR 795 00:52:08,880 --> 00:52:10,520 í smíðum. 796 00:52:10,600 --> 00:52:15,840 Ljósleiðarar munu tengja 30.000 loftnet við miðlæga ofurtölvu. 797 00:52:15,920 --> 00:52:19,440 Þessi frumlega hönnun verður án nokkurra hreyfanlegra hluta, en mun geta horft 798 00:52:19,520 --> 00:52:22,840 í átta mismunandi stefnur samtímis. 799 00:52:22,920 --> 00:52:26,120 LOFAR tæknin mun að öllum líkindum verða notuð við Square 800 00:52:26,200 --> 00:52:28,600 Kilometre Array sem er efst á óskalista 801 00:52:28,680 --> 00:52:30,560 útvarpsstjörnufræðinga. 802 00:52:30,640 --> 00:52:34,640 Hin alþjóðlega sjónaukastæða verður reist í Ástralíu eða Suður-Afríku. 803 00:52:34,720 --> 00:52:38,560 Stórir loftnetsdiskar og smágerð móttökutæki verða tengd saman til að kalla fram 804 00:52:38,640 --> 00:52:42,920 mynd af útvarpshimninum með ótrúlegri nákvæmni. 805 00:52:43,000 --> 00:52:46,720 Og með safnsvæði stærra en einn ferkílómetri, verður 806 00:52:46,799 --> 00:52:50,440 nýja sjónaukastæðan langnæmasta útvarpstæki 807 00:52:50,520 --> 00:52:52,920 sem hefur nokkurn tímann verið smíðað. 808 00:52:53,000 --> 00:52:58,040 Vetrarbrautir í þróun, kröftug dulstirni, tifandi tifstjörnur 809 00:52:58,160 --> 00:53:01,799 engin uppspretta útvarpsbylgja verður óhult fyrir árvökulum augum 810 00:53:01,880 --> 00:53:04,760 Square Kilometre Array. 811 00:53:04,799 --> 00:53:08,280 Tækið mun jafnvel leita að mögulegum útvarpsmerkjum frá 812 00:53:08,360 --> 00:53:11,840 siðmenningu utan jarðar. 813 00:53:11,920 --> 00:53:15,160 En hvað með geiminn? 814 00:53:15,240 --> 00:53:19,040 Eftir fimmtu og síðustu geimförina til að þjónusta Hubble sjónaukann 815 00:53:19,120 --> 00:53:24,480 mun hann verða í notkun fram til 2013 eða þar um bil. 816 00:53:24,560 --> 00:53:28,720 Um það leyti, verður arftaki hans settur á loft. 817 00:53:30,760 --> 00:53:34,720 Sjá, James Webb geimsjónaukinn, innrauð geimrannsóknarstöð 818 00:53:34,799 --> 00:53:40,480 sem nefnd er eftir fyrrum forstjóra NASA. 819 00:53:40,560 --> 00:53:44,840 Þegar hann verður kominn út í geim, mun 6,5 metra samsettur spegillinn opnast 820 00:53:44,920 --> 00:53:48,480 líkt og blóm sem springur út - sjö sinnum næmari 821 00:53:48,560 --> 00:53:51,360 en Hubble sjónaukinn. 822 00:53:51,440 --> 00:53:54,520 Stór sólhlíf heldur sjónglerjunum og lághita 823 00:53:54,600 --> 00:53:57,960 tækjunum í varanlegum skugga sem gerir þeim kleift að vinna við 824 00:53:58,040 --> 00:54:03,000 svo lágt hitastig sem mínus 233 gráður á Celsíus. 825 00:54:04,200 --> 00:54:07,880 James Webb geimsjónaukinn mun ekki snúast um jörðina. 826 00:54:07,960 --> 00:54:11,640 Í staðinn verður hann hafður í 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá 827 00:54:11,720 --> 00:54:15,880 jörðinni okkar, á braut umhverfis sólina. 828 00:54:15,960 --> 00:54:19,080 Fyrir hálfri öld var Hale sjónaukinn á Palomarfjalli 829 00:54:19,160 --> 00:54:20,960 stærsti sjónauki sögunnar. 830 00:54:21,000 --> 00:54:25,120 Núna mun jafnvel enn stærri sjónauki sveima um fjarlægan himingeiminn. 831 00:54:25,160 --> 00:54:29,440 Við getum aðeins gert okkur í hugarlund hvaða spennandi uppgötvanir bíða hans. 832 00:54:29,520 --> 00:54:31,680 Verið viðbúin! 833 00:54:32,160 --> 00:54:34,880 Á meðan dettur hugmyndaríkum verkfræðingum í hug 834 00:54:34,960 --> 00:54:37,720 byltingakenndar útfærslur á nýjum sjónaukum. 835 00:54:37,799 --> 00:54:42,040 Í Kanada hafa vísindamenn smíðað sjónauka með svo kölluðum „fljótandi spegli“. 836 00:54:42,120 --> 00:54:45,200 Í þessari sjónaukagerð endurvarpast ljós stjarnanna ekki frá 837 00:54:45,280 --> 00:54:49,360 gegnheilum spegli heldur frá sveigðu yfirborði kvikasilfurdisks 838 00:54:49,440 --> 00:54:52,600 sem er látinn snúast. 839 00:54:52,680 --> 00:54:56,360 Vegna hönnunar sinnar, er einungis hægt að beina kvikasilfurssjónaukum beint upp 840 00:54:56,440 --> 00:54:59,120 en kosturinn við þá er að þeir eru tiltölulega ódýrir 841 00:54:59,200 --> 00:55:01,360 og auðveldir í smíði. 842 00:55:01,440 --> 00:55:04,440 Útvarpsstjörnufræðingar vilja reisa sjónaukastæðu í anda LOFAR úr litlum 843 00:55:04,520 --> 00:55:07,360 loftnetum, á yfirborði tunglsins, eins langt frá hugsanlegum 844 00:55:07,440 --> 00:55:10,880 uppsprettum truflana á jörðinni. 845 00:55:10,960 --> 00:55:13,520 Hver veit, dag einn gæti jafnvel stór spegilsjónauki verið staðsettur 846 00:55:13,600 --> 00:55:16,360 á fjærhlið tunglsins. 847 00:55:16,440 --> 00:55:19,360 Með notkun geimsjónauka og myrkvaskífa, vonast 848 00:55:19,440 --> 00:55:21,960 röntgenstjörnufræðingar til þess að bæta sjón þeirra margfalt 849 00:55:22,040 --> 00:55:23,040 í framtíðinni. 850 00:55:23,120 --> 00:55:25,720 Þeim gæti jafnvel tekist að mynda sjálfan sjóndeildarhring 851 00:55:25,799 --> 00:55:27,760 svarthols. 852 00:55:29,560 --> 00:55:32,560 Einhvern tímann gæti sjónaukinn svarað einni af stærstu 853 00:55:32,640 --> 00:55:38,840 grundvallarspurningum mannkyns: Erum við ein í heiminum? 854 00:55:42,480 --> 00:55:45,800 Við vitum að það finnast önnur sólkerfi utan okkar. 855 00:55:45,920 --> 00:55:48,280 Okkur grunar að þar megi jafnvel finna reikistjörnur líkar jörðinni 856 00:55:48,400 --> 00:55:50,200 með fljótandi vatni. 857 00:55:50,320 --> 00:55:51,200 En 858 00:55:51,320 --> 00:55:53,440 er einhvers staðar líf að finna? 859 00:55:54,320 --> 00:55:58,120 Að uppgötva reikistjörnur af þessu tagi utan okkar sólkerfis hefur reynst erfitt. 860 00:55:58,240 --> 00:56:00,680 Þær eru oft huldar sýnum stjörnufræðinga vegna hinnar miklu útgeislunar 861 00:56:00,720 --> 00:56:03,960 ljóss frá móðurstjörnum þeirra. 862 00:56:04,920 --> 00:56:08,040 Víxlunarmælar sem skotið er upp í myrkur geimsins, gætu 863 00:56:08,160 --> 00:56:10,760 veitt ný svör. 864 00:56:10,799 --> 00:56:13,520 Um þessar mundir hyggur NASA að verkefni sem kallað er 865 00:56:13,560 --> 00:56:16,120 Terrestrial Planet Finder. 866 00:56:16,240 --> 00:56:20,680 Og í Evrópu eru vísindamenn að hanna Darwin sjónaukastæðuna. 867 00:56:20,799 --> 00:56:24,360 Sex geimsjónaukar munu snúast umhverfis sólu í uppstillingu. 868 00:56:24,480 --> 00:56:28,520 Leysigeislar stjórna fjarlægðinni á milli þeirra upp á nanómetra. 869 00:56:28,560 --> 00:56:32,200 Saman hafa þeir ótrúlega upplausn, og jafna út 870 00:56:32,240 --> 00:56:36,040 ofbirtuna frá fastastjörnunum svo vísindamenn geta raunverulega séð 871 00:56:36,160 --> 00:56:39,800 reikistjörnur svipaðar jörðinni umhverfis aðrar stjörnur. 872 00:56:40,640 --> 00:56:44,880 Því næst munu stjörnufræðingar rannsaka ljósið sem endurkastast af reikistjörnunni. 873 00:56:45,000 --> 00:56:49,960 Það inniheldur litrófslínurit frá andrúmslofti reikistjörnunnar. 874 00:56:50,000 --> 00:56:53,280 Hver veit, eftir 15 ár gætum við uppgötvað ummerki 875 00:56:53,320 --> 00:56:55,600 súrefnis, metans og ósons. 876 00:56:55,720 --> 00:56:58,800 Vegvísa lífsins. 877 00:57:01,000 --> 00:57:03,520 Alheimurinn er uppfullur af heillandi ráðgátum. 878 00:57:03,640 --> 00:57:05,960 Himininn hættir aldrei að hrífa okkur. 879 00:57:06,080 --> 00:57:08,960 Engin furða að hundruð þúsunda stjörnuskoðunaráhugamanna 880 00:57:09,000 --> 00:57:11,520 umhverfis hnöttinn fari út á hverri heiðskírri nóttu til að dást 881 00:57:11,640 --> 00:57:13,200 að alheiminum. 882 00:57:13,240 --> 00:57:15,520 Sjónaukar þeirra eru mun betri en tækin 883 00:57:15,640 --> 00:57:16,960 sem Galileó notaði. 884 00:57:17,000 --> 00:57:20,600 Stafrænar myndir þeirra eru jafnvel betri en ljósmyndir teknar 885 00:57:20,640 --> 00:57:23,760 af atvinnumönnum fyrir aðeins örfáum áratugum. 886 00:57:23,880 --> 00:57:27,200 Leit stjörnufræðinga að skilningi á alheiminum, rannsóknir þeirra 887 00:57:27,240 --> 00:57:30,760 á alheimnum með stjörnusjónaukum, er aðeins 400 ára gömul. 888 00:57:30,799 --> 00:57:35,040 Það eru enn stór ókönnuð svæði úti í geimnum. 889 00:57:35,560 --> 00:57:38,880 Við erum komin vel á veg síðan Galileó hóf að kortleggja himininn 890 00:57:39,000 --> 00:57:42,200 með sjónauka sínum fyrir fjórum öldum. 891 00:57:42,240 --> 00:57:45,440 Enn þann dag í dag horfum við út í alheiminn með sjónaukum 892 00:57:45,480 --> 00:57:50,800 ekki aðeins af jörðu niðri heldur einnig frá víðáttum geimsins. 893 00:57:50,920 --> 00:57:54,520 Vaxtarsproti mannkyns er fólginn í að því er virðist óendanlegri uppsprettu 894 00:57:54,640 --> 00:57:57,680 forvitni og hugvitsemi. 895 00:57:57,799 --> 00:58:00,360 Við erum rétt að hefjast handa við að svara sumum af æðstu 896 00:58:00,400 --> 00:58:02,440 spurningunum sem komið hafa upp. 897 00:58:02,480 --> 00:58:05,120 Við höfum kortlagt yfir 300 reikistjörnur við aðrar sólstjörnur 898 00:58:05,160 --> 00:58:09,200 í vetrarbrautinni okkar og fundið lífrænar sameindir á reikistjörnum 899 00:58:09,240 --> 00:58:12,760 umhverfis fjarlægar stjörnur. 900 00:58:12,799 --> 00:58:17,440 Þessar ótrúlegu uppgötvanir gætu virst hápunkturinn í könnun mannsins 901 00:58:17,520 --> 00:58:21,520 en það stórbrotnasta á án nokkurs vafa, enn eftir að líta dagsins ljós. 902 00:58:21,640 --> 00:58:24,440 Þú getur slegist í hópinn. 903 00:58:24,480 --> 00:58:29,200 Horfðu til himins og njóttu.