1 00:00:01,500 --> 00:00:07,000 Stjörnufræðingar hafa notað Hubble geimsjónaukann til að spá fyrir um geimsamruna framtíðarinnar: 2 00:00:07,200 --> 00:00:11,500 Risaárekstur Vetrarbrautarinnar og Andrómeduþokunnar 3 00:00:11,700 --> 00:00:14,500 eftir um fjóra milljarða ára. 4 00:00:20,220 --> 00:00:28,230 Í boði Geimvísindastofnunar Evrópu og NASA 5 00:00:31,500 --> 00:00:35,000 Hubblecast þáttur 55: Árekstur risanna 6 00:00:38,000 --> 00:00:41,000 Kynnir: Dr. J, einnig þekktur sem Dr. Joe Liske 7 00:00:44,000 --> 00:00:48,500 Andrómeduþokan, sem er í 2,2 milljóna ljósára fjarlægð, 8 00:00:48,700 --> 00:00:52,500 er nálægasta þyrilþokan við okkar eigin vetrarbraut. 9 00:00:53,000 --> 00:00:57,000 Í um það bil öld hafa stjörnufræðingar vitað að hún stefnir í átt að okkur 10 00:00:57,200 --> 00:01:00,500 en hvort vetrarbrautirnar tvær rækjust saman eða ekki, 11 00:01:00,700 --> 00:01:03,500 eða svifu einfaldlega framhjá hvor annarri var óljóst. 12 00:01:04,000 --> 00:01:09,500 Nú hefur hópur stjörnufræðinga notað Hubblessjónaukann til að varpa ljósi á þessa spurningu 13 00:01:09,700 --> 00:01:13,000 með því að skoða hreyfingar stjarna í Andrómeduþokunni. 14 00:01:14,500 --> 00:01:18,000 Við vildum finna út hvernig Andrómeda var að hreyfast í geimnum. 15 00:01:18,200 --> 00:01:22,500 TIl þess að gera það mældum við staðsetningar stjarna í Andrómedu 16 00:01:22,700 --> 00:01:24,500 miðað við vetrarbrautir í bakgrunni. 17 00:01:24,700 --> 00:01:29,500 Árið 2002 voru þær á einum stað en árið 2010 hafði þeim hnikað lítillega til. 18 00:01:29,700 --> 00:01:33,700 Og það gerði okkur kleift að mæla færslurnar yfir átta ára tímabil. 19 00:01:37,000 --> 00:01:41,500 Hreyfingin er sáralítil og alls ekki augljós 20 00:01:41,700 --> 00:01:44,000 jafnvel á hnífskörpum myndum Hubbles. 21 00:01:44,200 --> 00:01:48,500 Með ítarlegri myndgreiningu sáust þessar örlitlu hreyfingar 22 00:01:48,700 --> 00:01:52,000 sem vísindamennirnir gátu síðan yfirfært í framtíðina. 23 00:01:58,000 --> 00:02:02,000 Út frá þessum niðurstöðum er loksins mögulegt að sýna 24 00:02:02,200 --> 00:02:05,700 hvað hendir Vetrarbrautina okkar næstu átta milljarða ára 25 00:02:05,780 --> 00:02:07,850 þegar vetrarbrautirnar nálgast hver aðra 26 00:02:15,000 --> 00:02:16,300 og rekast loks á 27 00:02:16,500 --> 00:02:22,000 og renna að lokum saman í eina, stærri sporvöluþoku með rauðleitum stjörnum. 28 00:02:23,500 --> 00:02:28,000 Sólkerfið okkar ætti að lifa þennan risaárekstur af. 29 00:02:30,000 --> 00:02:35,000 Ástæða þess að við teljum lítið henda sólkerfið í þessum árekstri 30 00:02:35,200 --> 00:02:41,000 Vetrarbrautarinnar og Andrómedu, er að vetrarbrautir eru mestmegnis tómarúm. 31 00:02:41,200 --> 00:02:44,500 Jafnvel þótt vetrarbrautin okkar og Andrómeduþokan 32 00:02:44,500 --> 00:02:47,000 innihaldið hundruð milljarða stjarna, er mjög mikið bil á milli þeirra. 33 00:02:47,200 --> 00:02:50,500 Svo ef tvær vetrarbrautir renna raunverulega saman 34 00:02:50,700 --> 00:02:53,500 fara stjörnurnar í raun framhjá hvor annarri 35 00:02:53,700 --> 00:02:57,500 og sáralítill möguleiki er á að tvær stjörnur rekist í raun og veru saman. 36 00:02:57,700 --> 00:03:03,500 Svo líkurnar á því að sólkerfið okkar rekist á aðra stjörnu, 37 00:03:03,700 --> 00:03:07,000 til dæmis úr Andrómeduþokunni þegar við rekumst á hana, eru hverfandi. 38 00:03:07,200 --> 00:03:13,000 Ef lífið verður enn til staðar á jörðinni þegar þetta gerist, verða miklar breytingar á himninum. 39 00:03:13,200 --> 00:03:18,500 Þær verða mjög hægar vegna þess að tíminn, á mælikvarða vetrarbrauta, 40 00:03:18,700 --> 00:03:20,000 er mjög langur. 41 00:03:20,200 --> 00:03:25,500 Þetta tekur milljónir ára en á svo löngum tíma 42 00:03:25,700 --> 00:03:27,500 gæti fólk séð miklar breytingar. 43 00:03:28,000 --> 00:03:31,500 Ef við hinkrum í fáeina milljarða ára verður Andrómeda risavaxin á himninum. 44 00:03:31,700 --> 00:03:35,000 Hún verður álíka stór og Vetrarbrautin okkar vegna þess að hún verður mjög nálægt. 45 00:03:35,200 --> 00:03:38,500 Og síðar, þegar vetrarbrautirnar renna saman, 46 00:03:38,700 --> 00:03:43,000 munu leifar Vetrarbrautarinnar og Andrómedu 47 00:03:43,000 --> 00:03:46,000 líta út eins og sporvöluþoka og við verðum innan í henni. 48 00:03:46,200 --> 00:03:51,000 Svo Vetrarbrautin sem við sjáum á næturhimninum verður horfin og 49 00:03:51,200 --> 00:03:56,700 í stað þessarar ljósslæðu kemur mun kúlulaga dreifing ljóss. 50 00:04:00,000 --> 00:04:04,500 Og sólin, sem fæddist í Vetrarbrautinni fyrir næstum 5 milljörðum ára 51 00:04:04,700 --> 00:04:09,500 endar ævi sína á nýrri braut, hluti af nýrri vetrarbraut. 52 00:04:12,700 --> 00:04:16,829 Hubblecast er framleitt af ESA/Hubble í Stjörnustöð Evópulanda á suðurhveli í Þýskalandi. 53 00:04:17,730 --> 00:04:22,060 Hubblessjónaukinn er alþjóðlegt samstarfsverkefni NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu. 54 00:04:22,900 --> 00:04:27,220 Handrit: ESA/Hubble. Þýðing: Sævar Helgi Bragason. 55 00:04:30,550 --> 00:04:32,560 Fylgstu með Hubblessjónaukanum 56 00:04:34,750 --> 00:04:39,300 Hubble Top100: Bestu ljósmyndir Hubblessjónaukans á iPad 57 00:04:40,080 --> 00:04:42,460 Misstu ekki af 58 00:04:46,320 --> 00:04:50,420 Nú þegar þú hefur fylgst með því nýjasta frá Hubble er tilvalið að fá nýjustu fréttir frá jörðinni líka! 59 00:04:50,870 --> 00:04:55,580 Í ESOcast er sagt frá því helsta frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli og öflugum sjónaukum þeirra 60 00:04:56,060 --> 00:04:58,810 sem rannsaka himininn hátt í Andesfjöllum Chile 61 00:04:58,910 --> 00:05:03,390 á besta stjörnuathugunarstað suðurhvels jarðar.