1 00:00:16,000 --> 00:00:19,000 54. þáttur: 22 ár í myndum 2 00:00:20,000 --> 00:00:23,000 Þann 24. apríl 1990 var Hubble geimsjónauka NASA og ESA 3 00:00:23,000 --> 00:00:26,000 skotið út í geiminn. 4 00:00:26,000 --> 00:00:30,000 Á þeim 22 árum sem liðin eru hefur sjónaukinn gert meira en milljón mælingar. 5 00:00:30,000 --> 00:00:33,000 Hér eru nokkrar af okkar uppáhalds: Ein frá hverju ári. 6 00:00:33,000 --> 00:00:35,000 Meðal fyrstu myndanna sem Hubble tók eftir geimskot í apríl árið 1990 7 00:00:35,000 --> 00:00:37,000 er þessi mynd Satúrnusi, – góð miðað við sjónauka á jörðinni en örlítið móðukennd. 8 00:00:37,000 --> 00:00:40,000 Það er vegna frægs galla í safnspegli Hubbles. 9 00:00:40,000 --> 00:00:42,005 Þótt þessi mynd af Sverðþokunni í Óríon sé ekki fullkomlega skörp 10 00:00:42,005 --> 00:00:45,005 er hún engu að síður litrík og full af smáatriðum 11 00:00:45,005 --> 00:00:48,000 í þessu bjarta stjörnumyndunarsvæði. 12 00:00:49,000 --> 00:00:52,000 Víða í Sverðþokunni er fjöldi gasstróka 13 00:00:52,000 --> 00:00:55,000 sem rekja má til nýfæddra stjarna sem stjörnufræðingar kalla Herbig-Haro fyrirbæri. 14 00:00:56,000 --> 00:00:59,000 Síðla árs 1993 var Hubble lagfærður í fyrstu þjónustuferðinni til sjónaukans. 15 00:00:59,000 --> 00:01:02,000 Myndir af kjarna þyrilþokunnar Messier 100 fyrir og eftir viðgerð 16 00:01:02,000 --> 00:01:05,000 sýna hve mikið viðgerðin bætti myndgæði sjónaukans. 17 00:01:11,000 --> 00:01:14,000 Skömmu síðar rakst halastjarnan Shoemaker-Levy 9 á Júpíter. 18 00:01:14,000 --> 00:01:17,000 Fyrir 65 milljónum ára gæti samskonar árekstur við jörðina hafa tortímt risaeðlunum. 19 00:01:18,000 --> 00:01:21,000 Ein frægasta mynd Hubbles er af „stöplum sköpunarinnar“ í Arnarþokunni. 20 00:01:21,000 --> 00:01:24,000 Þessir risavöxnu rykstólpar umlykja stjörnumyndunarsvæði. 21 00:01:25,000 --> 00:01:28,000 Þessi mynd frá árinu 1996 sýnir hringþoku 22 00:01:28,000 --> 00:01:31,000 sem markar hinn endann á ævi stjörnu úr Arnarþokunni: Dauða stjörnu 23 00:01:32,000 --> 00:01:35,000 Árið 1997 var Mars Pathfinder geimfar NASA á leið til Mars 24 00:01:35,000 --> 00:01:38,000 þegar Hubble tók þessa mynd. 25 00:01:40,000 --> 00:01:43,000 Önnur hringþoka, Hringþokan í Hörpunni, er ein sú þekktasta. 26 00:01:50,000 --> 00:01:54,000 Skráargatsþokan, sem er lítill hluti af Kjalarþokunni, 27 00:01:54,000 --> 00:01:58,000 er annað bjart stjörnumyndunarsvæði 28 00:01:58,000 --> 00:02:01,000 uppfullt af glóandi gasi. 29 00:02:02,000 --> 00:02:05,000 Sumar þokur skína ekki skært. Í NGC 1999 er dökkur blettur, 30 00:02:05,000 --> 00:02:08,000 skuggamynd fyrir framan bjartan bakgrunn úr endurspegluðu ljósi stjarna. 31 00:02:10,000 --> 00:02:13,000 Þessi vetrarbraut sýnir hve mikið vetrarbrautir geta afmyndast 32 00:02:13,000 --> 00:02:16,000 þegar þær rekast saman. 33 00:02:17,000 --> 00:02:20,000 Árið 2002 voru frekari uppfærslur gerðar, þar á meðal var ný myndavél tekin í notkun 34 00:02:20,000 --> 00:02:23,000 sem jók upplausnina og bætti myndgæðin aftur. 35 00:02:23,000 --> 00:02:26,000 Þessi hnífskarpa mynd sýnir vel getu nýja mælitækisins. 36 00:02:28,000 --> 00:02:31,000 Þessi mynd var tekin á mjög löngum tíma 37 00:02:31,000 --> 00:02:34,000 svo unnt væri að greina fjarlægustu og daufustu vetrarbrautir alheims. 38 00:02:36,000 --> 00:02:39,000 Árekstur tveggja þyrilþoka 39 00:02:39,000 --> 00:02:43,000 sést vel á þessari mynd Loftnetsþokunum. 40 00:02:47,000 --> 00:02:50,000 Þessi mynd af Sverðþokunni í Óríon 41 00:02:50,000 --> 00:02:54,000 er ein sú stærsta og nákvæmasta sem tekin hefur verið. 42 00:02:58,000 --> 00:03:01,000 Í kúluþyrpingum, kúlulaga safni stjarna, 43 00:03:01,000 --> 00:03:04,000 er að finna margar af elstu stjörnum okkar vetrarbrautar. 44 00:03:04,000 --> 00:03:07,000 Hubble getur tekið skarpar myndir af stjörnunum, jafnvel í þrengslunum í miðjunni. 45 00:03:09,005 --> 00:03:13,000 Þessi mynd var tekin í janúar 2007, stuttu áður en rafkerfi sjónaukans bilaði 46 00:03:13,000 --> 00:03:16,000 sem skemmdi aðalmyndavél Hubbles. 47 00:03:16,000 --> 00:03:19,000 Þrátt fyrir það gátu önnur mælitæki sjónaukans keppt við 48 00:03:19,000 --> 00:03:22,000 bestu sjónauka heims á jörðinni. 49 00:03:23,000 --> 00:03:26,000 Árið 2009 var sjónaukinn lagfærður og nýrri myndavél komið fyrir í síðasta þjónustuleiðangrinum. 50 00:03:26,000 --> 00:03:29,000 Hubble var mættur aftur til starfa. 51 00:03:31,000 --> 00:03:35,000 Með nýju mælitækjunum 52 00:03:35,000 --> 00:03:39,000 skyggndist Hubble inn í hjarta Centaurus A 53 00:03:39,000 --> 00:03:42,000 mjög rykugrar vetrarbrautar. 54 00:03:46,000 --> 00:03:49,000 Í apríl 2012 55 00:03:49,000 --> 00:03:52,000 var þessi mynd af Tarantúluþokunni birt þar sem mælingum Hubbles frá 2011 er blandað saman 56 00:03:52,000 --> 00:03:55,000 við litagögn frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli. 57 00:03:55,000 --> 00:03:58,000 Þetta er ein nákvæmasta mynd sem tekin hefur verið af stjörnumyndunarsvæði 58 00:03:58,000 --> 00:04:01,000 en hún er hvorki meira né minna en 330 megapixlar. 59 00:04:02,000 --> 00:04:05,000 Stærsti hlutinn af gögnum Hubbles eru gerð opinber ári eftir að þeim var aflað. 60 00:04:05,000 --> 00:04:08,000 Svo hver verður besta mynd Hubbles árið 2012? Þú verður að bíða og sjá... 61 00:04:10,000 --> 00:04:14,000 Texti: ESA/Hubble